Emily Ratajkowski óþekkjanleg með „pixie“ klippingu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. mars 2023 14:01 Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski skartar „pixie“ klippingu í nýlegri myndatöku fyrir tímaritið The Pop Magazine. Skjáskot/instagram Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski er nánast óþekkjanleg á nýjum myndum sem hún deildi á Instagram. Myndirnar eru úr myndatöku fyrir tímaritið The Pop Magazine og á þeim skartar Ratajkowski mjög stuttu hári eða svokallaðri „pixie“ klippingu. Eins og Vísir fjallaði nýlega um er stutt hár það allra heitasta í hártískunni um þessar mundir og nú virðist sem Ratajkowski hafi stokkið á vagninn. Óvíst er þó hvort um hárkollu sé að ræða eða hvort fyrirsætan hafi látið brúnu lokkana fjúka í raun og veru. Sjá: Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Þrátt fyrir að hafa lengst af skartað brúnu, síðu hári hefur hún þess á milli verið óhrædd við að prófa hina ýmsu hárstíla í gegnum tíðina og hefur hún þá gjarnan notast við hárkollur. Í byrjun febrúar sást fyrirsætan skarta stuttri og liðaðri bob klippingu á tískusýningu í New York. Það virðist þó hafa verið hárkolla, því í byrjun mars var hún komin með axlarsítt hár aftur. Það er sama hvaða lúxus hárvítamínum stjörnurnar hafa aðgang að, ekkert hár vex svo hratt. Hárkollur geta því verið sniðugar fyrir þá sem vilja prófa sig áfram án þess að vera tilbúnir í skuldbindinguna sem fylgir því að klippa á sér hárið. View this post on Instagram A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) View this post on Instagram A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) Hár og förðun Hollywood Tengdar fréttir Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. 15. febrúar 2023 10:31 Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði nýlega um er stutt hár það allra heitasta í hártískunni um þessar mundir og nú virðist sem Ratajkowski hafi stokkið á vagninn. Óvíst er þó hvort um hárkollu sé að ræða eða hvort fyrirsætan hafi látið brúnu lokkana fjúka í raun og veru. Sjá: Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Þrátt fyrir að hafa lengst af skartað brúnu, síðu hári hefur hún þess á milli verið óhrædd við að prófa hina ýmsu hárstíla í gegnum tíðina og hefur hún þá gjarnan notast við hárkollur. Í byrjun febrúar sást fyrirsætan skarta stuttri og liðaðri bob klippingu á tískusýningu í New York. Það virðist þó hafa verið hárkolla, því í byrjun mars var hún komin með axlarsítt hár aftur. Það er sama hvaða lúxus hárvítamínum stjörnurnar hafa aðgang að, ekkert hár vex svo hratt. Hárkollur geta því verið sniðugar fyrir þá sem vilja prófa sig áfram án þess að vera tilbúnir í skuldbindinguna sem fylgir því að klippa á sér hárið. View this post on Instagram A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) View this post on Instagram A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)
Hár og förðun Hollywood Tengdar fréttir Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. 15. febrúar 2023 10:31 Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. 15. febrúar 2023 10:31
Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30