Þórður Guðjóns og Siggi Jóns fengu Gullmerki ÍA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2023 17:01 Þórður Guðjónsson er forstjóri Skeljungs í dag. Vísir/Vilhelm Tveir af aðalmönnunum úr mögulega besta íslenska félagsliði sögunnar voru heiðraðir á síðasta aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA. Sigurður Jónsson og Þórður Guðjónsson fengu þá báðir Gullmerki ÍA. Báðir eru þeir uppaldir á Skaganum, komu snemma inn í meistaraflokkinn og snéru síðan aftur heim í ÍA eftir mörg ár í atvinnumennsku. Sumarið 1993, þegar Skagamenn unnu tvöfalt, og skoruðu 62 mörk í 18 leikjum þá var Sigurður valinn leikmaður ársins og Þórður jafnaði markametið með því að skora nítján mörk í átján leikjum. Gullmerki ÍA eru veitt þeim sem unnið hefur óumdeilanlega frábært starf í þágu félagsins sem og eigi skemur en tuttugu ár. „Sigga Jóns þarf ekki að kynna fyrir Skagamönnum, svo vel þekkjum við hans sögu og hans aðkomu að knattspyrnunni á Akranesi. Siggi hefur nú starfað fyrir ÍA sem þjálfari í rúmlega átta ár og sjáum við fingraför hans alls staðar í okkar starfi, hvort sem það er yngri flokkastarf, meistaraflokksstarf eða leikmenn sem hafa orðið atvinnumenn, alls staðar er nafn Sigga ofarlega á blaði,“ segir í umfjöllun um verðlaun Sigurðar á fésbókarsíðu Knattspyrnufélags ÍA. „Doddi er einn af neðri Skaga atvinnumönnunum sem elst upp á Merkurtúni og mótast þaðan sem knattspyrnumaður. Hann hóf feril sinn með meistaraflokki árið 1990, þá á 17 ári, og spilaði í heildina 148 leiki með Skagamönnum og skoraði í þeim 40 mörk. Doddi átti frábæran landsliðsferil, spilaði 92 landsleiki og skorði 29 mörk. Ferill hans sem atvinnumaður varð einnig farsæll. Hann kom síðan til starfa fyrir félagið og var framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins við góðan orðstír,“ segir í umfjöllun um verðlaun Þórðar á fésbókarsíðu Knattspyrnufélags ÍA. ÍA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Sigurður Jónsson og Þórður Guðjónsson fengu þá báðir Gullmerki ÍA. Báðir eru þeir uppaldir á Skaganum, komu snemma inn í meistaraflokkinn og snéru síðan aftur heim í ÍA eftir mörg ár í atvinnumennsku. Sumarið 1993, þegar Skagamenn unnu tvöfalt, og skoruðu 62 mörk í 18 leikjum þá var Sigurður valinn leikmaður ársins og Þórður jafnaði markametið með því að skora nítján mörk í átján leikjum. Gullmerki ÍA eru veitt þeim sem unnið hefur óumdeilanlega frábært starf í þágu félagsins sem og eigi skemur en tuttugu ár. „Sigga Jóns þarf ekki að kynna fyrir Skagamönnum, svo vel þekkjum við hans sögu og hans aðkomu að knattspyrnunni á Akranesi. Siggi hefur nú starfað fyrir ÍA sem þjálfari í rúmlega átta ár og sjáum við fingraför hans alls staðar í okkar starfi, hvort sem það er yngri flokkastarf, meistaraflokksstarf eða leikmenn sem hafa orðið atvinnumenn, alls staðar er nafn Sigga ofarlega á blaði,“ segir í umfjöllun um verðlaun Sigurðar á fésbókarsíðu Knattspyrnufélags ÍA. „Doddi er einn af neðri Skaga atvinnumönnunum sem elst upp á Merkurtúni og mótast þaðan sem knattspyrnumaður. Hann hóf feril sinn með meistaraflokki árið 1990, þá á 17 ári, og spilaði í heildina 148 leiki með Skagamönnum og skoraði í þeim 40 mörk. Doddi átti frábæran landsliðsferil, spilaði 92 landsleiki og skorði 29 mörk. Ferill hans sem atvinnumaður varð einnig farsæll. Hann kom síðan til starfa fyrir félagið og var framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins við góðan orðstír,“ segir í umfjöllun um verðlaun Þórðar á fésbókarsíðu Knattspyrnufélags ÍA.
ÍA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira