Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Valur Páll Eiríksson skrifar 23. mars 2023 23:35 Lítinn baráttuanda var að sjá hjá íslenska liðinu í kvöld. Getty Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira