Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Valur Páll Eiríksson skrifar 23. mars 2023 23:35 Lítinn baráttuanda var að sjá hjá íslenska liðinu í kvöld. Getty Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Hert öryggisgæsla var á vellinum í kvöld vegna viðveru forseta bosníska knattspynusambandsins. Þungvopnaðir sérsveitarmenn höfðu fjölda hermanna sér til aðstoðar. Þeir þurftu þó lítið að aðhafast þar sem stuðningsmenn Bosníu sátu sem slakastir með kaffi og sígó er lið þeirra fór létt með Ísland í kvöld. Við verðum að byrja á byrjunarliðinu. Margur hafði áhyggjur þegar Arnór Ingvi Traustason hóf leikinn sem stakur djúpur miðjumaður, með tvo aðra framsækna miðjumenn með sér í Jóhanni Berg og Hákoni. Í stað þess að vera meira miðsvæðis til að stýra varnarleiknum var Guðlaugur Victor Pálsson þá í hægri bakverði á meðan þeir Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon mönnuðu miðvarðarstöðurnar. Áhyggjurnar af varnarleiknum reyndust á rökum reistar þar sem Bosnía labbaði í gegnum vörn Íslands strax á fyrstu mínútu leiksins. Raunar hafði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, leyst liðsfélaga sína úr snörunni í þrígang eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Rade Krunic, leikmaður AC Milan, kom Bosníu verðskuldað yfir eftir fjórtán mínútna leik. Hann skoraði svo keimlíkt mark síðar í hálfleiknum, og í þeim báðum var mótstaða Íslands illsjáanleg. Það var í raun ekki sjón að sjá íslenska liðið. Maður áttaði sig illa á því hvaða leiðir átti að fara í sóknarleiknum, enginn þriggja (sóknarsinnaðra) miðjumanna komst í takt við leikinn fyrir hlé og þá vantaði alla baráttu, vilja og skipulag í varnarleikinn. Manni var býsna létt þegar hálfleiksflautið gall enda frammistaðan slök á báðum endum vallarins. Frammistaða sem einkenndist helst af leikmönnum sem þekktu illa hlutverk sín og tengdu illa saman í bæði vörn og sókn. Óvænt mætti óbreytt íslenskt lið til leiks eftir hléið. Íslenska liðið leit eilítið betur út framan af gegn Bosníumönnum sem lágu til baka. Hákon Arnar Haraldsson féll við á ögurstundu í dauðafæri sem fékkst gefins, sem einhvern veginn kjarnaði kvöldið. Ísland fékk loks færi, skapaði það ekki sjálft og það nýttist ekki. Í kjölfarið fer Bosnía í sína fyrstu sókn eftir hlé og skora þriðja markið enn á ný gegn lítilli sem engri mótstöðu. Annað sem kjarnaði kvöldið. Það verður að setja spurningamerki við upplegg liðsins þar sem sex léttir og framsæknir leikmenn byrjuðu leikinn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, nefndi eftir leik að Ísland hefði verið undir í baráttu og einvígjum og það er sannarlega hægt að taka undir það - enda var Bosnía með áræðnari, ákveðnari, stærri og sterkari leikmenn inni á vellinum. Þá átta ég mig ekki á því hvaða leiðir áttu að skila marki. Þó vissulega hafi verið batamerki eftir hlé, en samt engin almennileg færi. Vonandi er hægt að byggja á því. Menn geta bent á það að Ísland hafi vantað bæði Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason í stöðurnar aftast á vellinum, en líkt og Arnar segir sjálfur í viðtali eftir leik er það engin afsökun. Ef okkur vantaði menn þá vantaði guði hjá Bosníu. Miralem Pjanic, Sead Kolasinac og Edin Dzeko voru þar allir fjarverandi. Úrslitin voru ekki góð en frammistaðan meira áhyggjuefni. Ísland átti engin svör við þéttri vörn Bosníu, voru skrefi á eftir hröðum sóknum liðsins og voru hreinlega eins og fangar í harðri gæslu heimamanna.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira