Hyggst leita að tækni frá siðmenningu úr geimnum í Kyrrahafi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 11:35 Loeb, sem er virtur vísindamaður, hefur haldið því fram að mögulega sé móðurskip í sólkerfinu okkar að senda minni för til að rannsaka plánetur á borð við jörðina. Getty/Bryan Bedder Eðlisfræðingurinn Avi Loeb, prófessor við Harvard-háskóla, hyggur á leiðangur á Kyrrahafi til að finna mögulegar leifar hlutar frá siðmenningu úr geimnum. Hluturinn hrapaði til jarðar undan ströndum Manus-eyja árið 2014. Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira