Hailey biðlar til Selenu vegna morðhótana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. mars 2023 13:02 Selena Gomez og Hailey Bieber hafa sig fullsaddar af drama síðustu vikna. Getty/Samsett Þegar allt virtist vera að róast í dramanu á milli Selenu Gomez og Hailey Bieber birti Selena alvarlega færslu á Instagram. Þar greinir hún frá því að Hailey hafi sett sig í samband við hana vegna morðhótana sem henni hafa borist vegna málsins. „Hailey Bieber hafði samband við mig og lét mig vita að henni hafi borist morðhótanir og önnur hatursfull skilaboð. Þetta er ekki það sem ég stend fyrir. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti. Ég hef alltaf verið talsmaður góðmennsku og vil virkilega binda endi á þetta allt saman,“ skrifaði Selena á Instagram í dag. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar drama þeirra á milli, eða réttara sagt á milli aðdáenda þeirra, sem tekið hefur yfir samfélagsmiðla undanfarna mánuði. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og geta áhugasamir lesið þá umfjöllun hér fyrir neðan. Til að gera langa sögu stutta hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri í mörg ár. Hailey er eiginkona tónlistarmannsins Justins Bieber en hann var áður í sambandi með Selenu. Hailey er sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Hvorki Hailey né eiginmaður hennar Justin Bieber hafa þó tjáð sig nokkuð um málið. Færsla Selenu Gomez sem birtist á Instagram í dag.skjáskot Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. 15. mars 2023 12:30 Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Hailey Bieber hafði samband við mig og lét mig vita að henni hafi borist morðhótanir og önnur hatursfull skilaboð. Þetta er ekki það sem ég stend fyrir. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti. Ég hef alltaf verið talsmaður góðmennsku og vil virkilega binda endi á þetta allt saman,“ skrifaði Selena á Instagram í dag. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar drama þeirra á milli, eða réttara sagt á milli aðdáenda þeirra, sem tekið hefur yfir samfélagsmiðla undanfarna mánuði. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og geta áhugasamir lesið þá umfjöllun hér fyrir neðan. Til að gera langa sögu stutta hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri í mörg ár. Hailey er eiginkona tónlistarmannsins Justins Bieber en hann var áður í sambandi með Selenu. Hailey er sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Hvorki Hailey né eiginmaður hennar Justin Bieber hafa þó tjáð sig nokkuð um málið. Færsla Selenu Gomez sem birtist á Instagram í dag.skjáskot
Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. 15. mars 2023 12:30 Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. 15. mars 2023 12:30
Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53