Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 20:01 Árið 1993 gekkst Hulda Guðmundsdóttir í ábyrgð fyrir námsláni sonar hennar svo hann gæti tekið lán til að komast í nám í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var krafa að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig en þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar. Háskólaráðherra vill endurskoða málið. Vísir/Arnar Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. Í fyrradag sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa. „Maður hefur auðvitað mjög mikla samúð með þessari konu og þeim eldri borgurum sem hafa lent í því að hafa skrifað upp á lán og standa eftir í miklum skuldum vegna þessa. Og maður skilur að fólki finnist þetta óskiljanlegt, að þarna sé gengið á eftir ábyrgðarmönnum sem skrifuðu upp á lán,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra. Háskólaráðherra hefur þess vegna óskað eftir gögnum um þennan hóp ábyrgðarmanna sem skilinn var eftir þegar kerfið var lagt af. „Af hverju þessi hópur var skilinn eftir? Hvað er þessi hópur stór? Og hvernig gengur að innheimta? Það virðist vera að innheimta á þessum ábyrgðum gangi mjög illa og borgi sig eiginlega varla. Þess vegna hef ég óskað eftir betri gögnum um þennan hóp og er búin að taka þetta inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum.“ Líkt og fram kom í frétt okkar í gær nemur heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, um fjórum milljörðum króna og árið 2021 var farið í aðfarargerðir hjá 105 ábyrgðarmönnum og í öllum tilvikum var fjárnám árangurslaust. „Þarna sést alveg svart á hvítu að það innheimtist mjög lítill hluti af því sem er útistandandi gagnvart þessum ábyrðgarmönnum og það gefur alveg tilefni til endurskoðunar.“ Námslán Háskólar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Í fyrradag sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa. „Maður hefur auðvitað mjög mikla samúð með þessari konu og þeim eldri borgurum sem hafa lent í því að hafa skrifað upp á lán og standa eftir í miklum skuldum vegna þessa. Og maður skilur að fólki finnist þetta óskiljanlegt, að þarna sé gengið á eftir ábyrgðarmönnum sem skrifuðu upp á lán,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra. Háskólaráðherra hefur þess vegna óskað eftir gögnum um þennan hóp ábyrgðarmanna sem skilinn var eftir þegar kerfið var lagt af. „Af hverju þessi hópur var skilinn eftir? Hvað er þessi hópur stór? Og hvernig gengur að innheimta? Það virðist vera að innheimta á þessum ábyrgðum gangi mjög illa og borgi sig eiginlega varla. Þess vegna hef ég óskað eftir betri gögnum um þennan hóp og er búin að taka þetta inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum.“ Líkt og fram kom í frétt okkar í gær nemur heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, um fjórum milljörðum króna og árið 2021 var farið í aðfarargerðir hjá 105 ábyrgðarmönnum og í öllum tilvikum var fjárnám árangurslaust. „Þarna sést alveg svart á hvítu að það innheimtist mjög lítill hluti af því sem er útistandandi gagnvart þessum ábyrðgarmönnum og það gefur alveg tilefni til endurskoðunar.“
Námslán Háskólar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12
Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00