Þessi 23 ára gamli leikstjórnandi hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik þýska stórliðsins á undanförnum árum og gerir nú nýjan samning sem gildir til ársins 2028.
Gísli Þorgeir, sem hóf feril sinn með FH hefur leikið með Magdeburg frá árinu 2020 en áður hafði hann verið á mála hjá öðru þýsku stórliði, Kiel í tvö ár.
2 0 2 8 - GISLI BLEIBT!
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 26, 2023
Einfach der Wahnsinn - Danke, dass du bleibst
_____#scmhuja pic.twitter.com/btM6CXHOwO
Magdeburg er um þessar mundir í 3.sæti þýsku deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Fuchse Berlin en Magdeburg er ríkjandi Þýskalands- og heimsmeistari í handbolta.