„Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Aron Einar Gunnarsson fagnaði þrennunni með liðsfélögum sínum Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast