Leggur til að fjölga liðum úr átta í fjórtán: „Þurum að fara að horfa inn á við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 23:00 Kristín Guðmundsdóttir vill fara aftur í fjórtán liða deild. Vísir/Stöð 2 Sport Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari HK í Olís-deild kvenna, hefur lagt til að fjölga liðum í deildinni úr átta í fjórtán. Hún fór yfir málið með Svövu Kristínu Grétarsdóttur í seinasta þætti Seinni bylgjunnar. „Við í HK ætlum að leggja fram tillögu um að stækka deildina aftur eins og hún var árið 2016. Bæta bara öllum liðunum sem eru í Grill-deildinni við og fara í fjórtán liða deild og spila tvær umferðir,“ sagði Kristín. „Ég er búin að vera að leggja smá vinnu í þetta og taka púlsinn á fólki, bæði formönnum og þjálfurum og bara klúbbunum sjálfum, til að sjá hvort þetta sé eitthvað sem fólk vill. Þetta er líka persónulegt fyrir mig, ég er með mikið „passion“ fyrir boltanum sjálfum og mér finnst við vera að týna svolítið af þessum ungu stelpum. Við eigum svo mikið af ungum stelpum í dag og margar þeirra eru í Grill-deildinni. HK er að detta niður með bara held ég eitt öflugasta lið sem hefur komið upp fyrr og síðar.“ Leikmenn læri mest af því að leika í efstu deild „Mér finnst það mjög sorglegt og maður sér þessar ungu stelpur fá rosalega mikið út úr því að vera í úrvalsdeild. Þær læra rosalega mikið af því og taka miklum framförum. Mér finnst átta liða deild vera rosalega lítil og það er hvergi þannig í heiminum í dag, allavega í kvennaboltanum. Það eru tólf til fjórtán liða deildir allsstaðar þar sem deildirnar skiptast alltaf upp í allavega þrjá hluta. Það eru efstu liðin, það eru miðjuliðin og það eru lélegu liðin, það er alltaf þannig.“ „En við þurfum að hafa þetta þannig til þess að geta byggt upp og stelpurnar vilja alltaf fá að sýna sig og sanna og það gerirðu í úrvalsdeild í dag. Það er ekki mikil umfjöllun í Grill-deildinni, það er ekki mikið verið að fylgjast með þessum stelpum og við þurfum bara að fá fleiri stöður - miðjustöður, skyttustöður og línustöður. Átta stöður í deildinni, það er ekki mikið meira en það af því að liðin geta ekkert spilað mikið á leikmönnunum sínum í svona deild sem er svona mikið í húfi. Þú mátt ekkert misstíga þig til þess að vera bara fallin eða missa af deildarmeistaratitlinum.“ Þurfa að horfa inn á við „Þannig að já, ég held að við þurfum bara að fara að horfa inn á við og aðeins að hugsa hvað er íþróttinni fyrir bestu. Við getum ekki alltaf hugsað um það að við fáum svo marga lélega leiki eða þessi lið hafa ekki efni á þessu eða hin liðin standast ekki væntingar. Við getum ekki hugsað þannig. Ef hin liðin sem eru í Grill-deildinni vilja koma upp og vilja bæta sig - af því að þú færð fleiri inn í handboltann og fleiri iðkendur - þannig að við þurfum að fara að hjálpast að við að stækka þetta að mínu mati og við erum að leggja þetta til í dag.“ Hugmyndin hafi ekki kviknað vegna þess að HK sé að falla Þá segir Kristín að hugmyndin sé ekki tilkomin vegna þess að lið hennar, HK, sé að falla niður í Grill-deildina, heldur hafi hún fæðst fyrir allnokkrum árum. „Ég er búin að vera að hugsa þetta síðan 2016 og það eru bara til sannanir fyrir því að ég sendi skilaboð á alla þjálfara deildarinnar 2016 og bað fólk um að koma í samstarf til að eyðileggja ekki deildina. Ég taldi að hún væri góð og ég taldi líka að við ættum fullt af flottum stelpum sem væru í liðunum í neðstu sætunum þá.“ „Það er til dæmis svolítið þannig í dag að þessar stelpur sem voru í Fylki, HK, ÍR og Gróttu og fleiri að þær eru sitja á bekknum hjá þessum liðum og fá ekki tækifæri til að sýna sig, en gætu verið að spila stóra rullu í öðrum liðum.“ Klippa: Kristín Guðmundsdóttir leggur til fjölgun liða í Olís-deild kvenna „Það held ég að sé ekki gott fyrir neinn að neinu leyti“ Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, er hins vegar alls ekki sammála Kristínu. „Ég er bara ekki sammála henni með þetta,“ sagði Sigurlaug, eða Silla eins og hún er oftast kölluð. „Í fyrsta lagi finnst mér fjórtán lið bara allt of mikið. Í öðru lagi þá getum við bara ekki borið okkur saman við önnur lönd eins og Danmörku. Ég veit ekki einu sinni hvað eru margar deildir í Danmörku. Þú getur farið í allan skalann og það sem við erum kannski að reyna að gera líka er að fjölga fjölbreytileika í handbolta. Þá er ég ekki að tala um að við þurfum öll að vera afreksfólk og það er bara annar handleggur.“ „Það er það sem vantar náttúrulega rosa mikið hér að þú getir bara farið og verið í handbolta og ætlar kannski bara að æfa tvisvar í viku og vera í því plani. Þú ert bara í öðru líka, einhverri vinnu eða eitthvað sem þú vilt taka. Þetta vantar okkur algjörlega á Íslandi, þessa ekki-afreksstefnu. Þar held ég að Grill-deildin sé það sem er verið að nota í ásamt því að vera með U-liðin.“ „Ég held að fyrir lið að koma upp og ætla að spila á móti eins og ÍBV og tapa með tuttugu plús mörkum, það held ég að sé ekki gott fyrir neinn að neinu leyti. En aftur á móti held ég að það ætti frekar að skoða það að fjölga liðunum í tíu og þá geturðu verið með svipað fyrirkomulag á úrslitakeppninni og það er núna.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Við í HK ætlum að leggja fram tillögu um að stækka deildina aftur eins og hún var árið 2016. Bæta bara öllum liðunum sem eru í Grill-deildinni við og fara í fjórtán liða deild og spila tvær umferðir,“ sagði Kristín. „Ég er búin að vera að leggja smá vinnu í þetta og taka púlsinn á fólki, bæði formönnum og þjálfurum og bara klúbbunum sjálfum, til að sjá hvort þetta sé eitthvað sem fólk vill. Þetta er líka persónulegt fyrir mig, ég er með mikið „passion“ fyrir boltanum sjálfum og mér finnst við vera að týna svolítið af þessum ungu stelpum. Við eigum svo mikið af ungum stelpum í dag og margar þeirra eru í Grill-deildinni. HK er að detta niður með bara held ég eitt öflugasta lið sem hefur komið upp fyrr og síðar.“ Leikmenn læri mest af því að leika í efstu deild „Mér finnst það mjög sorglegt og maður sér þessar ungu stelpur fá rosalega mikið út úr því að vera í úrvalsdeild. Þær læra rosalega mikið af því og taka miklum framförum. Mér finnst átta liða deild vera rosalega lítil og það er hvergi þannig í heiminum í dag, allavega í kvennaboltanum. Það eru tólf til fjórtán liða deildir allsstaðar þar sem deildirnar skiptast alltaf upp í allavega þrjá hluta. Það eru efstu liðin, það eru miðjuliðin og það eru lélegu liðin, það er alltaf þannig.“ „En við þurfum að hafa þetta þannig til þess að geta byggt upp og stelpurnar vilja alltaf fá að sýna sig og sanna og það gerirðu í úrvalsdeild í dag. Það er ekki mikil umfjöllun í Grill-deildinni, það er ekki mikið verið að fylgjast með þessum stelpum og við þurfum bara að fá fleiri stöður - miðjustöður, skyttustöður og línustöður. Átta stöður í deildinni, það er ekki mikið meira en það af því að liðin geta ekkert spilað mikið á leikmönnunum sínum í svona deild sem er svona mikið í húfi. Þú mátt ekkert misstíga þig til þess að vera bara fallin eða missa af deildarmeistaratitlinum.“ Þurfa að horfa inn á við „Þannig að já, ég held að við þurfum bara að fara að horfa inn á við og aðeins að hugsa hvað er íþróttinni fyrir bestu. Við getum ekki alltaf hugsað um það að við fáum svo marga lélega leiki eða þessi lið hafa ekki efni á þessu eða hin liðin standast ekki væntingar. Við getum ekki hugsað þannig. Ef hin liðin sem eru í Grill-deildinni vilja koma upp og vilja bæta sig - af því að þú færð fleiri inn í handboltann og fleiri iðkendur - þannig að við þurfum að fara að hjálpast að við að stækka þetta að mínu mati og við erum að leggja þetta til í dag.“ Hugmyndin hafi ekki kviknað vegna þess að HK sé að falla Þá segir Kristín að hugmyndin sé ekki tilkomin vegna þess að lið hennar, HK, sé að falla niður í Grill-deildina, heldur hafi hún fæðst fyrir allnokkrum árum. „Ég er búin að vera að hugsa þetta síðan 2016 og það eru bara til sannanir fyrir því að ég sendi skilaboð á alla þjálfara deildarinnar 2016 og bað fólk um að koma í samstarf til að eyðileggja ekki deildina. Ég taldi að hún væri góð og ég taldi líka að við ættum fullt af flottum stelpum sem væru í liðunum í neðstu sætunum þá.“ „Það er til dæmis svolítið þannig í dag að þessar stelpur sem voru í Fylki, HK, ÍR og Gróttu og fleiri að þær eru sitja á bekknum hjá þessum liðum og fá ekki tækifæri til að sýna sig, en gætu verið að spila stóra rullu í öðrum liðum.“ Klippa: Kristín Guðmundsdóttir leggur til fjölgun liða í Olís-deild kvenna „Það held ég að sé ekki gott fyrir neinn að neinu leyti“ Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, er hins vegar alls ekki sammála Kristínu. „Ég er bara ekki sammála henni með þetta,“ sagði Sigurlaug, eða Silla eins og hún er oftast kölluð. „Í fyrsta lagi finnst mér fjórtán lið bara allt of mikið. Í öðru lagi þá getum við bara ekki borið okkur saman við önnur lönd eins og Danmörku. Ég veit ekki einu sinni hvað eru margar deildir í Danmörku. Þú getur farið í allan skalann og það sem við erum kannski að reyna að gera líka er að fjölga fjölbreytileika í handbolta. Þá er ég ekki að tala um að við þurfum öll að vera afreksfólk og það er bara annar handleggur.“ „Það er það sem vantar náttúrulega rosa mikið hér að þú getir bara farið og verið í handbolta og ætlar kannski bara að æfa tvisvar í viku og vera í því plani. Þú ert bara í öðru líka, einhverri vinnu eða eitthvað sem þú vilt taka. Þetta vantar okkur algjörlega á Íslandi, þessa ekki-afreksstefnu. Þar held ég að Grill-deildin sé það sem er verið að nota í ásamt því að vera með U-liðin.“ „Ég held að fyrir lið að koma upp og ætla að spila á móti eins og ÍBV og tapa með tuttugu plús mörkum, það held ég að sé ekki gott fyrir neinn að neinu leyti. En aftur á móti held ég að það ætti frekar að skoða það að fjölga liðunum í tíu og þá geturðu verið með svipað fyrirkomulag á úrslitakeppninni og það er núna.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira