„Mér finnst þetta bara óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2023 22:01 Sigga Dóra fór í mælingu hjá Greenfit fyrir þremur árum síðan. vísir Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis. Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent