Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á nýársnótt Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:12 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stunguárás í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Annar tveggja manna sem hann átti í átökum við hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Fórnarlambs manndrápstilraunarinnar var sýknað af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar. Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Fjórir karlmenn voru ákærðir vegna átakanna sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ á nýársnótt fyrir þremur árum. Tveir tæplega fertugir karlar stóðu þar í átökum við tvo tæplega tvítuga karla. Sá elsti þeirra var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ekki var fullyrt í dómnum hverjir áttu upptökin að átökunum en að líkur stæðu til þess að það hafi verið tveir yngri mennirnir. Eftir að fyrst sló í brýnu á milli þeirra hafi eldri mennirnir farið á eftir þeim yngri og átt upptök að átökum þar. Annar yngri mannanna hlaut fimm stungusár og þurfti meðal annars að fjarlægja úr honum miltað. Hann var ákærður í málinu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að veitast að stungumanninum með glerflösku og hnefahöggum í höfuð og búk í slagtogi við félaga sinn. Dómurinn taldi ásakanir hnífamannsins á hendur þeim ósannaðar en að þeir hefðu þó gert sekir um líkamsárás. Þeir voru sýknaðir þar sem sakirnar töldust fyrndar. Hending ein að ekki fór verr Elsti maðurinn bar við neyðarvörn þar sem hann og félagi hans hefðu lent í átökum við yngri mennina tvo. Dómurinn hafnaði þeirri vörn þar sem ekkert hefði komið fram um að þeir hefðu verið slíknu ofurliði bornir að það hafi réttlætt að hann styngi yngri manninn, hvað þá ítrekað. Í dómsorðinu yfir honum segir að fórnarlamb hans hafi orðið fyrir varanlegum líkalegum skaða þar sem það missti miltað. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið enn verr. Maðurinn hafi ekki skeytt neinu um hvar stungurnar lentu. Refsing mannsins var færð niður fyrir lágmark í lögum með vísan til mikils drátts á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómurinn lýsti drættinum sem ástæðulausum. Einnig var litið til þess að brotið hefði verið framið í átökum við þann sem varð fyrir því og sem átti að minnsta kosti að hluta til upptökin að þeim. Til frádráttar þriggja og hálfs árs fangelsisdómnum kemur gæsluvarðhaldsvist sem maðurinn sætti frá 1.-3. janúar 2020. Hann þarf að greiða fórnarlambinu rúmar 2,6 milljónir króna og 400.000 krónur í málskostnað. Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir öðrum ungu mannanna Annar yngri mannanna, sem var nefndur Z í dómi héraðsdóms, játaði sig sekan um að hafa slegið annan eldri manninn, Y, með glerflösku einu sinni og veitt honum ítrekuð hnefahögg í höfuðið. Hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fórnarlambinu 300.000 krónur í miskabætur auk vaxta og 250.000 krónur í málskostnað. Y var sjálfur sýknaður af því að hafa sparkað í höfuð Z þar sem sökin væri fynd. Sá sem var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar.
Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira