Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 11:18 Pistorius var oft aumur í dómsal og grét. epa/STR Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að verða Reevu Steenkamp að bana, þegar hann skaut fjórum sinnum gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoriu í Suður-Afríku. Hann hefur nú afplánað helming dómsins. Talsmaður fangelsismálayfirvalda í borginni segir liggja fyrir nefndinni að ákveða hvort markmiðunum með fangelsisvistun Pistorius hafi verið náð. Saksóknarar sögðu Pistorius, 36 ára, hafa viljandi orðið Steenkamp að bana í reiði- og afbrýðisemiskasti. Íþróttamaðurinn neitaði hins vegar ásökununum, sagðist hafa elskað Steenkamp heitt og sagðist hafa talið að hann væri að vernda hana með því að skjóta á einhvern sem hefði brotist inn. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius hefði ekki ætlað að myrða Steenkamp en hann væri engu að síður ábyrgur þar sem hann hefði verið of fljótur á sér og notað óhóflegt afl. Málinu var áfrýjað og Pistorius dæmdur fyrir morð. Pistorius átti fund með foreldrum Steenkamp, June og Barry, í fyrra. Yfirvöld fyrirskipuðu fundinn, sem miðar að því að gera föngum grein fyrir þeim skaða sem þeir hafa valdið og gefa þeim tækifæri á að gangast við honum. June verður viðstödd fund reynslulausnarnefndarinnar á morgun en Barry er of veikur til að mæta. Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að verða Reevu Steenkamp að bana, þegar hann skaut fjórum sinnum gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoriu í Suður-Afríku. Hann hefur nú afplánað helming dómsins. Talsmaður fangelsismálayfirvalda í borginni segir liggja fyrir nefndinni að ákveða hvort markmiðunum með fangelsisvistun Pistorius hafi verið náð. Saksóknarar sögðu Pistorius, 36 ára, hafa viljandi orðið Steenkamp að bana í reiði- og afbrýðisemiskasti. Íþróttamaðurinn neitaði hins vegar ásökununum, sagðist hafa elskað Steenkamp heitt og sagðist hafa talið að hann væri að vernda hana með því að skjóta á einhvern sem hefði brotist inn. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius hefði ekki ætlað að myrða Steenkamp en hann væri engu að síður ábyrgur þar sem hann hefði verið of fljótur á sér og notað óhóflegt afl. Málinu var áfrýjað og Pistorius dæmdur fyrir morð. Pistorius átti fund með foreldrum Steenkamp, June og Barry, í fyrra. Yfirvöld fyrirskipuðu fundinn, sem miðar að því að gera föngum grein fyrir þeim skaða sem þeir hafa valdið og gefa þeim tækifæri á að gangast við honum. June verður viðstödd fund reynslulausnarnefndarinnar á morgun en Barry er of veikur til að mæta.
Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira