Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 18:24 Bæði snjó- og krapaflóð hafa fallið í dag en þó ekki alvarleg. Landsbjörg Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. Veðurstofan hefur lýst yfir hættuástandi vegna ofanflóða en fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði auk þess sem ákveðið var að rýma fleiri hús á Eskifirði og í Neskaupstað. Þá eru rýmingar í gildi á Seyðisfirði. Samkvæmt Veðurstofunni féll nokkuð stórt snjóflóð úr Innra-Tröllagili í Neskaupstað og niður á varnarkeilur um hádegisbilið en ákveðið var að rýma hús sem standa næst varnargörðum undir öðrum farvegum í öryggisskyni. Veðurstofan hefur nú ákveðið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað en um er að ræða rýmingu á reit 18 og tekur hún gildi klukkan 20. Göturnar og húsnúmer sem um ræðir í nýjustu rýmingunni í Neskaupstað: Nesgata 7 – 7b – 9 – 11 – 12 – 13 – 16 – 18 – 20 – 20a – 25 – 27 – 29 – 31 – 32 – 33 – 35 – 36 – 38 – 39 – 41 – 43 Árblik 1 Breiðablik 1 – 3 – 4 – 5 – 5a – 6 – 7 – 9 – 11 Mýrargata 30 – 32 – 39 – 41 Bakkavegur 1 – 3 – 5 – 7 – 9 – 11 – 13 – 15 Bakkabakki 1 – 2 – 3 – 4a – 4b – 5 – 6a – 6b – 6c – 7 – 10 – 11 – 13 – 15 Nesbakki 2 – 4 – 6 Gilsbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 10 – 12 Marbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 6 Lyngbakki 1 – 3 – 5 Sæbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 9 – 10 – 12 – 14 – 16 – 20 – 24 Slæm blanda af snjó og rigningu Aðgerðarstjórn hefur verið að störfum í allan dag en útlit er fyrir að það taki ekki að lægja fyrr en síðdegis á morgun. „Staðan er svona dálítið í samræmi við það sem var gert ráð fyrir miðað við veðurspá, hún er dálítið viðkvæm. Það hafa flóð verið að falla nokkuð víða, án þess þó að valda þó tjóni,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi. „Úrkoman er mjög mikil, eins og spár gerðu ráð fyrir, bæði rigning og snjókoma. Það var mjög mikill snjór fyrir þannig þetta er ekki góð blanda og það er það sem við erum að glíma núna,“ segir hann enn fremur. Allir séu í viðbragðsstöðu. "Þetta er svona hjallinn sem við þurfum að komast yfir, sýnist mér, og svo fer þetta vonandi að lagast. En staðan núna er eins og ég segi viðkvæm,“ segir hann. Snjóflóð í Neskaupstað Veður Fjarðabyggð Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. 30. mars 2023 15:24 Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 14:25 Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 30. mars 2023 12:28 Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. 30. mars 2023 10:00 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Veðurstofan hefur lýst yfir hættuástandi vegna ofanflóða en fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði auk þess sem ákveðið var að rýma fleiri hús á Eskifirði og í Neskaupstað. Þá eru rýmingar í gildi á Seyðisfirði. Samkvæmt Veðurstofunni féll nokkuð stórt snjóflóð úr Innra-Tröllagili í Neskaupstað og niður á varnarkeilur um hádegisbilið en ákveðið var að rýma hús sem standa næst varnargörðum undir öðrum farvegum í öryggisskyni. Veðurstofan hefur nú ákveðið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað en um er að ræða rýmingu á reit 18 og tekur hún gildi klukkan 20. Göturnar og húsnúmer sem um ræðir í nýjustu rýmingunni í Neskaupstað: Nesgata 7 – 7b – 9 – 11 – 12 – 13 – 16 – 18 – 20 – 20a – 25 – 27 – 29 – 31 – 32 – 33 – 35 – 36 – 38 – 39 – 41 – 43 Árblik 1 Breiðablik 1 – 3 – 4 – 5 – 5a – 6 – 7 – 9 – 11 Mýrargata 30 – 32 – 39 – 41 Bakkavegur 1 – 3 – 5 – 7 – 9 – 11 – 13 – 15 Bakkabakki 1 – 2 – 3 – 4a – 4b – 5 – 6a – 6b – 6c – 7 – 10 – 11 – 13 – 15 Nesbakki 2 – 4 – 6 Gilsbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 10 – 12 Marbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 6 Lyngbakki 1 – 3 – 5 Sæbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 9 – 10 – 12 – 14 – 16 – 20 – 24 Slæm blanda af snjó og rigningu Aðgerðarstjórn hefur verið að störfum í allan dag en útlit er fyrir að það taki ekki að lægja fyrr en síðdegis á morgun. „Staðan er svona dálítið í samræmi við það sem var gert ráð fyrir miðað við veðurspá, hún er dálítið viðkvæm. Það hafa flóð verið að falla nokkuð víða, án þess þó að valda þó tjóni,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi. „Úrkoman er mjög mikil, eins og spár gerðu ráð fyrir, bæði rigning og snjókoma. Það var mjög mikill snjór fyrir þannig þetta er ekki góð blanda og það er það sem við erum að glíma núna,“ segir hann enn fremur. Allir séu í viðbragðsstöðu. "Þetta er svona hjallinn sem við þurfum að komast yfir, sýnist mér, og svo fer þetta vonandi að lagast. En staðan núna er eins og ég segi viðkvæm,“ segir hann.
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Fjarðabyggð Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. 30. mars 2023 15:24 Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 14:25 Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 30. mars 2023 12:28 Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. 30. mars 2023 10:00 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. 30. mars 2023 15:24
Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 14:25
Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 30. mars 2023 12:28
Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. 30. mars 2023 10:00
Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06