Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 14:03 Frá afhendingu sex milljóna króna gjafarinnar, fulltrúar Oddfellow og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira