Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Andri Már Eggertsson skrifar 1. apríl 2023 20:20 Björgvin Páll Gústavsson var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. „Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira
„Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira