Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 13:01 Arnar Gunnlaugsson hefur náð eftirtektarverðum árangri í Fossvoginum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. „Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira