Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 14:13 Óvenjukalt var í Reykjavík í vetur, sérstaklega í desember þegar langvarandi kuldakast með miklu frosti gerði. Vísir/Vilhelm Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar. Veður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar.
Veður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira