Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2023 23:17 Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað staðfesta nýjar fregnir embættismanna en segir að háttsemi Kínverja með flugi njósnabelgsins hafi falið í sér brot á alþjóðalögum. Getty/Angerer Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga. Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga.
Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50