Nýtt rapplag fyrir Njarðvík og bolir til heiðurs goðsögn félagsins Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 16:00 Logi Gunnarsson spilar sína síðustu leiki á 26 ára ferli í úrslitakeppninni í ár. VÍSIR/BÁRA Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst í kvöld. Þeir geta hlustað á nýtt Njarðvíkurlag til að koma sér í gírinn og sérstakir bolir til heiðurs Loga Gunnarssyni eru einnig komnir í umferð. Úrslitakeppni karla hefst í kvöld þegar Valur tekur á móti Stjörnunni klukkan 18:15, og tveimur tímum síðar hefst svo einvígi Njarðvíkur og Grindavíkur í Ljónagryfjunni. Ljónagryfjan er einmitt nafnið á nýju lagi fyrir körfuboltalið Njarðvíkur en það kemur úr smiðju rapparans Blaffa og tónlistarkonunnar Camy, og ætti að gefa leikmönnum byr undir báða vængi en kvennalið Njarðvíkur varð að sætta sig við tap gegn Keflavík í gær í fyrsta leik í undanúrslitum. Í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds sýndi Sævar Sævarsson svo nýjan bol til heiðurs Loga Gunnarssyni en Logi hefur tilkynnt að leikirnir í úrslitakeppninni verði sínir síðustu á 26 ára ferli. „Þetta er okkar besti maður. Vinur minn og goðsögn í lifanda lífi,“ sagði Sævar þegar hann sýndi bolinn. „Ástæðan fyrir því að ég er í þessum bol er að Njarðvíkingar eru byrjaðir að selja svona goðsagnarboli og ætla að peppa upp úrslitakeppnina.“ Kjartan Atli Kjartansson stýrði þættinum og sagði um Loga: „Það er magnað hvað hann hefur náð mörgum köflum yfir ferilinn. Núna er síðasti kaflinn þar sem hann kemur inn af bekknum og neglir þristum. Hann hefur alltaf verið góð skytta. Líka þegar hann kom aftur heim fyrir nokkrum árum og sýndi að hann er einn besti varnarmaður deildarinnar. Svo líka þessi sköpunarkraftur sem hann hefur haft, þessi sprengja og hvað hann hefur getað hangið í loftinu. Mikið jafnvægi í skotinu. Hann er búinn að fara í gegnum nokkra fasa á ferlinum,“ en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Bolur til heiðurs Loga Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Úrslitakeppni karla hefst í kvöld þegar Valur tekur á móti Stjörnunni klukkan 18:15, og tveimur tímum síðar hefst svo einvígi Njarðvíkur og Grindavíkur í Ljónagryfjunni. Ljónagryfjan er einmitt nafnið á nýju lagi fyrir körfuboltalið Njarðvíkur en það kemur úr smiðju rapparans Blaffa og tónlistarkonunnar Camy, og ætti að gefa leikmönnum byr undir báða vængi en kvennalið Njarðvíkur varð að sætta sig við tap gegn Keflavík í gær í fyrsta leik í undanúrslitum. Í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds sýndi Sævar Sævarsson svo nýjan bol til heiðurs Loga Gunnarssyni en Logi hefur tilkynnt að leikirnir í úrslitakeppninni verði sínir síðustu á 26 ára ferli. „Þetta er okkar besti maður. Vinur minn og goðsögn í lifanda lífi,“ sagði Sævar þegar hann sýndi bolinn. „Ástæðan fyrir því að ég er í þessum bol er að Njarðvíkingar eru byrjaðir að selja svona goðsagnarboli og ætla að peppa upp úrslitakeppnina.“ Kjartan Atli Kjartansson stýrði þættinum og sagði um Loga: „Það er magnað hvað hann hefur náð mörgum köflum yfir ferilinn. Núna er síðasti kaflinn þar sem hann kemur inn af bekknum og neglir þristum. Hann hefur alltaf verið góð skytta. Líka þegar hann kom aftur heim fyrir nokkrum árum og sýndi að hann er einn besti varnarmaður deildarinnar. Svo líka þessi sköpunarkraftur sem hann hefur haft, þessi sprengja og hvað hann hefur getað hangið í loftinu. Mikið jafnvægi í skotinu. Hann er búinn að fara í gegnum nokkra fasa á ferlinum,“ en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Bolur til heiðurs Loga
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik