Elskum öll! Margrét Tryggvadóttir skrifar 5. apríl 2023 08:00 Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar. Við hjá Nova litum inn á við og spurðum okkur hvað við gætum gert til þess að leggja okkar af mörkum í þessum málum. Nova hefur þannig markað sér stefnu til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni og sýna hvort öðru virðingu. Það höfum við gert á ýmsan hátt. Við höfum beðið fólk um að leggja frá sér símana, við höfum talað um líkamsvirðingu og í nýrri herferð bendum við á að við erum öll eins í grunninn. Alveg sama hvernig við erum sköpuð. Oft þörf en nú nauðsyn En af hverju erum við að benda á að við séum öll eins og við eigum að elska öll? Pólarísering í þjóðfélaginu hefur ekki verið meiri í langan tíma. Kynþáttahatur og fordómar eru vaxandi vandamál og misskipting í heiminum virðist vera að aukast. Aðeins 34 þjóðir heimila til dæmis hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Hér á Íslandi sjáum við aukna hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Á síðasta ári var krotað yfir regnbogalistaverk við Grafarvogskirkju og regnbogafánar við stöð Orkunnar í Suðurfelli voru skornir niður. 15% nemenda í 6. til 10. bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta ári sem er 5% aukning á síðustu sjö árum samhliða aukinni notkun á miðlum eins og Instagram og Tiktok. Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á að benda á að við erum öll eins og að við þurfum að elska öll þá er það núna. Tillitsleysi gagnvart öðrum getur þróast í fordóma. Með því að leggja okkur fram um að skilja og hvetja aðra í kringum okkur og með því að tileinka okkur að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að því sem styrkir geðheilsu verður lífið einfaldlega auðveldara og skemmtilegra. Þess vegna segjum við hjá Nova – sýnum tillitssemi og elskum öll! Höfundur er skemmtana- og forstjóri Nova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Nova Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar. Við hjá Nova litum inn á við og spurðum okkur hvað við gætum gert til þess að leggja okkar af mörkum í þessum málum. Nova hefur þannig markað sér stefnu til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni og sýna hvort öðru virðingu. Það höfum við gert á ýmsan hátt. Við höfum beðið fólk um að leggja frá sér símana, við höfum talað um líkamsvirðingu og í nýrri herferð bendum við á að við erum öll eins í grunninn. Alveg sama hvernig við erum sköpuð. Oft þörf en nú nauðsyn En af hverju erum við að benda á að við séum öll eins og við eigum að elska öll? Pólarísering í þjóðfélaginu hefur ekki verið meiri í langan tíma. Kynþáttahatur og fordómar eru vaxandi vandamál og misskipting í heiminum virðist vera að aukast. Aðeins 34 þjóðir heimila til dæmis hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Hér á Íslandi sjáum við aukna hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Á síðasta ári var krotað yfir regnbogalistaverk við Grafarvogskirkju og regnbogafánar við stöð Orkunnar í Suðurfelli voru skornir niður. 15% nemenda í 6. til 10. bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta ári sem er 5% aukning á síðustu sjö árum samhliða aukinni notkun á miðlum eins og Instagram og Tiktok. Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á að benda á að við erum öll eins og að við þurfum að elska öll þá er það núna. Tillitsleysi gagnvart öðrum getur þróast í fordóma. Með því að leggja okkur fram um að skilja og hvetja aðra í kringum okkur og með því að tileinka okkur að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að því sem styrkir geðheilsu verður lífið einfaldlega auðveldara og skemmtilegra. Þess vegna segjum við hjá Nova – sýnum tillitssemi og elskum öll! Höfundur er skemmtana- og forstjóri Nova.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun