Heimili Grey's Anatomy stjörnu brann til kaldra kola Máni Snær Þorláksson skrifar 4. apríl 2023 16:42 Caterina Scorsone er þakklát fyrir að hafa náð að koma sér og börnunum sínum út. Hún syrgir þó gæludýrin sín sem ekki tókst að bjarga úr eldsvoðanum. IMDB/Instagram Leikkonan Caterina Scorsone greindi frá því á Instagram-síðu sinni í dag að heimili hennar hafi brunnið til kaldra kola fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún prísar sig sæla að í lagi sé með fólkið á heimilinu en syrgir á sama tíma gæludýrin fjögur sem dóu í eldsvoðanum. „Ég hafði um tvær mínútur til að koma börnunum mínum þremur úr húsinu,“ segir Scorsone í Instagram-færslunni. Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Amelia Shepherd í Grey's Anatomy, segir að hún og börnin sín hafi ekki einu sinni náð að klæða sig í skó þegar þau hlupu út úr húsinu. Scorsone tók eftir því að kviknað væri í húsinu á meðan hún var að gera börnin sín klár fyrir háttinn. Þau voru í baðherberginu þegar hún tók eftir reyknum. Hún fór fram á gang og sá þykkan og svartan reyk sem fyllti húsið. „Við náðum að komast út og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.“ Sem fyrr segir tókst þó ekki að bjarga gæludýrunum á heimilinu. „Við erum ennþá að jafna okkur á þeim missi en við erum heppin að hafa fengið að elska þau öll,“ segir Scorsone. View this post on Instagram A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) Þakklát fyrir hjálpina Leikkonan segist ekki hafa ákveðið að birta færsluna til að fjalla um eldinn heldur til að segja frá allri hjálpinni sem þau fengu í kjölfar hans. „Þetta er færsla um samfélag. Þetta er ástarbréf til alls frábæra fólksins sem kom og alla ótrúlegu hlutina sem þau gerðu,“ segir hún. Þá sendir hún slökkviliðsmönnunum og lögreglunni þakkir sem og nágrannanum sínum sem svaraði er þau bönkuðu á dyr hans þarna um kvöldið. Einnig þakkar hún foreldrum barnanna sem eru með hennar börnum í skóla en hún segir þá hafa sent leikföng og bækur til barnanna sinna. Því næst þakkar hún vinum sínum sem koma að gerð sjónvarpsþáttanna Grey's Anatomy og Shondaland og sendu fjölskyldunni föt og fleiri hluti. Svo þakkar hún systrum sínum og teyminu sínu fyrir hjálpina þeirra. „Það eina sem skiptir máli er samfélagið. Við værum ekki hérna án þeirra og við erum svo þakklát. Takk fyrir.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
„Ég hafði um tvær mínútur til að koma börnunum mínum þremur úr húsinu,“ segir Scorsone í Instagram-færslunni. Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Amelia Shepherd í Grey's Anatomy, segir að hún og börnin sín hafi ekki einu sinni náð að klæða sig í skó þegar þau hlupu út úr húsinu. Scorsone tók eftir því að kviknað væri í húsinu á meðan hún var að gera börnin sín klár fyrir háttinn. Þau voru í baðherberginu þegar hún tók eftir reyknum. Hún fór fram á gang og sá þykkan og svartan reyk sem fyllti húsið. „Við náðum að komast út og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.“ Sem fyrr segir tókst þó ekki að bjarga gæludýrunum á heimilinu. „Við erum ennþá að jafna okkur á þeim missi en við erum heppin að hafa fengið að elska þau öll,“ segir Scorsone. View this post on Instagram A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) Þakklát fyrir hjálpina Leikkonan segist ekki hafa ákveðið að birta færsluna til að fjalla um eldinn heldur til að segja frá allri hjálpinni sem þau fengu í kjölfar hans. „Þetta er færsla um samfélag. Þetta er ástarbréf til alls frábæra fólksins sem kom og alla ótrúlegu hlutina sem þau gerðu,“ segir hún. Þá sendir hún slökkviliðsmönnunum og lögreglunni þakkir sem og nágrannanum sínum sem svaraði er þau bönkuðu á dyr hans þarna um kvöldið. Einnig þakkar hún foreldrum barnanna sem eru með hennar börnum í skóla en hún segir þá hafa sent leikföng og bækur til barnanna sinna. Því næst þakkar hún vinum sínum sem koma að gerð sjónvarpsþáttanna Grey's Anatomy og Shondaland og sendu fjölskyldunni föt og fleiri hluti. Svo þakkar hún systrum sínum og teyminu sínu fyrir hjálpina þeirra. „Það eina sem skiptir máli er samfélagið. Við værum ekki hérna án þeirra og við erum svo þakklát. Takk fyrir.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira