Arion viðurkennir brot og greiðir tugi milljóna Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 16:52 Arion banki þarf að greiða áttatíu milljónir króna í sekt. Vísir/Vilhelm Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Forsagan er sú að árið 2017 gerði bankinn sátt við eftirlitið vegna rannsóknar sem hófst í tilefni af kvörtunum smærri keppinautar. Í þeirri sátt var bankanum gert að ráðast í aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki. Ein grein sáttarinnar kveður á um að lagt yrði bann við uppgreiðslugjöldum á lánum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja sem bera breytilega vexti. Við eftirfylgni Samkeppniseftirlitsins vegna sáttarinnar vöknuðu grunsemdir um að framkvæmd bankans samkvæmt þessu skilyrði væri ábótavant. Hóf Samkeppniseftirlitið því athugun á þessu í ágúst á síðasta ári. Niðurstaða þeirrar athugunar er að bankinn viðurkennir að hafa brotið gegn banninu. Bankinn hafði í níu lánasamningum sem bera breytilega vexti kveðið á um uppgreiðslugjald eða ígildi þess. Þá innheimti bankinn gjaldið í einu af þessum tilvikum. Er því Arion banka gert að greiða áttatíu milljónir króna í sekt. Hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta að Arion banki sýndi ríkan samstarfsvilja og stytti það rannsókn og málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins. Bankinn hefur farið yfir alla lánaferla sína og m.a. uppfært skjalgerðarferla, komið á sjálfvirkri vöktun vegna skráningar í útlánakerfi bankans og aukið fræðslu fyrir starfsfólk. Arion banki Íslenskir bankar Samkeppnismál Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Forsagan er sú að árið 2017 gerði bankinn sátt við eftirlitið vegna rannsóknar sem hófst í tilefni af kvörtunum smærri keppinautar. Í þeirri sátt var bankanum gert að ráðast í aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki. Ein grein sáttarinnar kveður á um að lagt yrði bann við uppgreiðslugjöldum á lánum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja sem bera breytilega vexti. Við eftirfylgni Samkeppniseftirlitsins vegna sáttarinnar vöknuðu grunsemdir um að framkvæmd bankans samkvæmt þessu skilyrði væri ábótavant. Hóf Samkeppniseftirlitið því athugun á þessu í ágúst á síðasta ári. Niðurstaða þeirrar athugunar er að bankinn viðurkennir að hafa brotið gegn banninu. Bankinn hafði í níu lánasamningum sem bera breytilega vexti kveðið á um uppgreiðslugjald eða ígildi þess. Þá innheimti bankinn gjaldið í einu af þessum tilvikum. Er því Arion banka gert að greiða áttatíu milljónir króna í sekt. Hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta að Arion banki sýndi ríkan samstarfsvilja og stytti það rannsókn og málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins. Bankinn hefur farið yfir alla lánaferla sína og m.a. uppfært skjalgerðarferla, komið á sjálfvirkri vöktun vegna skráningar í útlánakerfi bankans og aukið fræðslu fyrir starfsfólk.
Arion banki Íslenskir bankar Samkeppnismál Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira