„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2023 20:30 Stóru jarðarberin þykja einstaklega bragðgóð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar. Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira