Ósátt með fréttaflutning af meintum tengslum við hælisleitendur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 21:47 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er ósátt með fréttaflutning Morgunblaðsins af meintum tengslum hennar við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún sakar blaðamann um að vera ófaglegan. „Ég hafði fengið veður af því að Andrés Magnússon væri ekki faglegasti blaðamaður landsins, en taldi nú samt óhætt að svara nokkrum spurningum sem hann sendi mér,“ skrifar Arndís Anna á Facebook. Í færslu sinni fjallar hún um frétt Andrésar blaðamanns Morgunblaðsins sem birtist á mbl.is: „Þingmenn tengdir umsækjendum“, þar sem sagt er frá því að þingmenn sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt hafi afgreitt umsóknir „frá fólki sem þeir hafa haft tengsl við, persónulega eða úr fyrri störfum.“ Arndís Anna er í fréttinni sögð hafa staðfest að hún hafi fjallað um umsóknir um ríkisborgararétt frá eigin skjólstæðingum. Skandall úr engu Kveikjan að frétt Andrésar voru orð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hann sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Jón baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum og sagði ekki rétt að vitna í orðróm um tiltekinn þingmann. Sneri orðrómurinn að því að þingmaðurinn hefði þegið einhverskonar þakklætisvott í tengslum við störf sín í nefndinni. Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu.vísir/vilhelm „Metnaðurinn fyrir því að búa til skandal úr engu (úr því að ekkert reyndist til í því rugli í ráðherra að ég væri að þiggja mútur frá hælisleitendum) var svo mikill að það að „hafa haft kynni“ af fólki kallar hann tengsl. Nú hef ég haft kynni af blaðamanninum, rætt við hann í síma tvívegis og svarað tölvupósti frá honum. Erum við þá tengd, við Andrés?,“ segir Arndís Anna enn fremur en í færslunni birtir hún spurningar Andrésar blaðamanns og svör hennar við þeim: 1. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur áður en þú varst kjörin á Alþingi? Ég hef starfað í málaflokknum með einum eða öðrum hætti frá árinu 2007. Hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hef ég sinnt með hléum í um 14 ár, fyrst sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi frá 2009-2014. Þá tók Rauði krossinn við talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd samkvæmt samningi við innanríkisráðuneytið, og var ég fyrsti lögfræðingurinn sem ráðin var til þeirra starfa. Því hlutverki gegndi ég í fullu starfi til ársins 2017, og áfram í hlutastarfi samhliða doktorsnámi út árið 2020, þegar ég ákvað að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Fram að kosningum starfaði ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður og voru umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðal umbjóðenda minna í þeim störfum. Þegar ég var kjörin á þing í september 2021 lokaði ég lögmannsstofunni minni og öll ókláruð verkefni færðust yfir til annarra lögmanna. 2. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt, sem komið hafa til kasta Alþingis? Líkt og á við um aðra nefndarmenn hefur það komið fyrir að einstaklingar sem ég hef haft kynni af, í gegnum fyrri störf mín eða með öðrum hætti, séu í hópi þeirra sem sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Þegar slíkt gerist gerum við öðrum nefndarmönnum skýra grein fyrir því þegar farið er yfir umsókn viðkomandi einstaklings. Nefndin velur úr umsækjendum samhljóða og ekki eru greidd atkvæði, heldur fer einstaklingur einungis á listann ef öll eru sammála. 3. Lauk slíkri hagsmunagæslu um leið og þú tókst sæti á Alþingi? Já. 4. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú fjallað um eða komið að afgreiðslu mála þeirra í nefndinni eða undirnefnd eða í þingsölum? Sjá svar við spurningu 2. 5. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú þegið einhver gæði, gjöf eða „þakklætisvott“, stór eða smávægileg, í framhaldi af veitingu ríkisborgararéttar? Nei. Píratar Alþingi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
„Ég hafði fengið veður af því að Andrés Magnússon væri ekki faglegasti blaðamaður landsins, en taldi nú samt óhætt að svara nokkrum spurningum sem hann sendi mér,“ skrifar Arndís Anna á Facebook. Í færslu sinni fjallar hún um frétt Andrésar blaðamanns Morgunblaðsins sem birtist á mbl.is: „Þingmenn tengdir umsækjendum“, þar sem sagt er frá því að þingmenn sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt hafi afgreitt umsóknir „frá fólki sem þeir hafa haft tengsl við, persónulega eða úr fyrri störfum.“ Arndís Anna er í fréttinni sögð hafa staðfest að hún hafi fjallað um umsóknir um ríkisborgararétt frá eigin skjólstæðingum. Skandall úr engu Kveikjan að frétt Andrésar voru orð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi þar sem hann sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Jón baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum og sagði ekki rétt að vitna í orðróm um tiltekinn þingmann. Sneri orðrómurinn að því að þingmaðurinn hefði þegið einhverskonar þakklætisvott í tengslum við störf sín í nefndinni. Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu.vísir/vilhelm „Metnaðurinn fyrir því að búa til skandal úr engu (úr því að ekkert reyndist til í því rugli í ráðherra að ég væri að þiggja mútur frá hælisleitendum) var svo mikill að það að „hafa haft kynni“ af fólki kallar hann tengsl. Nú hef ég haft kynni af blaðamanninum, rætt við hann í síma tvívegis og svarað tölvupósti frá honum. Erum við þá tengd, við Andrés?,“ segir Arndís Anna enn fremur en í færslunni birtir hún spurningar Andrésar blaðamanns og svör hennar við þeim: 1. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur áður en þú varst kjörin á Alþingi? Ég hef starfað í málaflokknum með einum eða öðrum hætti frá árinu 2007. Hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hef ég sinnt með hléum í um 14 ár, fyrst sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi frá 2009-2014. Þá tók Rauði krossinn við talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd samkvæmt samningi við innanríkisráðuneytið, og var ég fyrsti lögfræðingurinn sem ráðin var til þeirra starfa. Því hlutverki gegndi ég í fullu starfi til ársins 2017, og áfram í hlutastarfi samhliða doktorsnámi út árið 2020, þegar ég ákvað að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Fram að kosningum starfaði ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður og voru umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðal umbjóðenda minna í þeim störfum. Þegar ég var kjörin á þing í september 2021 lokaði ég lögmannsstofunni minni og öll ókláruð verkefni færðust yfir til annarra lögmanna. 2. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt, sem komið hafa til kasta Alþingis? Líkt og á við um aðra nefndarmenn hefur það komið fyrir að einstaklingar sem ég hef haft kynni af, í gegnum fyrri störf mín eða með öðrum hætti, séu í hópi þeirra sem sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Þegar slíkt gerist gerum við öðrum nefndarmönnum skýra grein fyrir því þegar farið er yfir umsókn viðkomandi einstaklings. Nefndin velur úr umsækjendum samhljóða og ekki eru greidd atkvæði, heldur fer einstaklingur einungis á listann ef öll eru sammála. 3. Lauk slíkri hagsmunagæslu um leið og þú tókst sæti á Alþingi? Já. 4. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú fjallað um eða komið að afgreiðslu mála þeirra í nefndinni eða undirnefnd eða í þingsölum? Sjá svar við spurningu 2. 5. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú þegið einhver gæði, gjöf eða „þakklætisvott“, stór eða smávægileg, í framhaldi af veitingu ríkisborgararéttar? Nei.
1. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur áður en þú varst kjörin á Alþingi? Ég hef starfað í málaflokknum með einum eða öðrum hætti frá árinu 2007. Hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hef ég sinnt með hléum í um 14 ár, fyrst sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi frá 2009-2014. Þá tók Rauði krossinn við talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd samkvæmt samningi við innanríkisráðuneytið, og var ég fyrsti lögfræðingurinn sem ráðin var til þeirra starfa. Því hlutverki gegndi ég í fullu starfi til ársins 2017, og áfram í hlutastarfi samhliða doktorsnámi út árið 2020, þegar ég ákvað að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Fram að kosningum starfaði ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður og voru umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðal umbjóðenda minna í þeim störfum. Þegar ég var kjörin á þing í september 2021 lokaði ég lögmannsstofunni minni og öll ókláruð verkefni færðust yfir til annarra lögmanna. 2. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt, sem komið hafa til kasta Alþingis? Líkt og á við um aðra nefndarmenn hefur það komið fyrir að einstaklingar sem ég hef haft kynni af, í gegnum fyrri störf mín eða með öðrum hætti, séu í hópi þeirra sem sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Þegar slíkt gerist gerum við öðrum nefndarmönnum skýra grein fyrir því þegar farið er yfir umsókn viðkomandi einstaklings. Nefndin velur úr umsækjendum samhljóða og ekki eru greidd atkvæði, heldur fer einstaklingur einungis á listann ef öll eru sammála. 3. Lauk slíkri hagsmunagæslu um leið og þú tókst sæti á Alþingi? Já. 4. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú fjallað um eða komið að afgreiðslu mála þeirra í nefndinni eða undirnefnd eða í þingsölum? Sjá svar við spurningu 2. 5. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú þegið einhver gæði, gjöf eða „þakklætisvott“, stór eða smávægileg, í framhaldi af veitingu ríkisborgararéttar? Nei.
Píratar Alþingi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira