Trúir því ekki að vorsýningin hafi verið sú síðasta Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. apríl 2023 22:46 Guðmundur Helgason hefur áður sagt að stjórnvöld mismuni börnum eftir vali á tómstundum. Vísir/Getty Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“ Öllum fastráðnum starfsmönnum skólans var sagt upp fyrstu vikuna í mars. Listdansskólinn var stofnaður við Þjóðleikhúsið árið 1952 en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006. Frá 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Guðmundur Helgason hefur verið við stjórnvöllinn í áratug en skólinn hefur átt í nokkrum fjárhagslegum erfiðleikum síðustu misseri. „Við fengum einhverja óljósa hugmynd um að við myndum halda áfram á næsta ári en þau tækju sér þann tíma í að skoða allt landslagið, alla skólana og alla fjármögnun. Okkur finnst þau nú hafa fengið nægan tíma til þess, þetta eru orðin sautján ár. Þannig að það væri mjög gott fyrir krakkana hérna í skólanum sérstaklega; að vita hvort þau fái að halda áfram námi næsta vetur eða ekki,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að krakkarnir velti fyrir sér stöðu mála. „Þau spyrja alveg, er þetta síðasta sýningin okkar? Og ég segi alltaf: „Nei, ég trúi því ekki.“ Ég trúi því ekki að ráðamenn láti þetta verða síðustu sýningu Listdansskóla Íslands með alla þessa 71 árs sögu og alla þá danslistamenn sem hafa farið í gegnum skólann. Ég neita að trúa því.“ Dans Menning Vinnumarkaður Íþróttir barna Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Öllum fastráðnum starfsmönnum skólans var sagt upp fyrstu vikuna í mars. Listdansskólinn var stofnaður við Þjóðleikhúsið árið 1952 en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006. Frá 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Guðmundur Helgason hefur verið við stjórnvöllinn í áratug en skólinn hefur átt í nokkrum fjárhagslegum erfiðleikum síðustu misseri. „Við fengum einhverja óljósa hugmynd um að við myndum halda áfram á næsta ári en þau tækju sér þann tíma í að skoða allt landslagið, alla skólana og alla fjármögnun. Okkur finnst þau nú hafa fengið nægan tíma til þess, þetta eru orðin sautján ár. Þannig að það væri mjög gott fyrir krakkana hérna í skólanum sérstaklega; að vita hvort þau fái að halda áfram námi næsta vetur eða ekki,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að krakkarnir velti fyrir sér stöðu mála. „Þau spyrja alveg, er þetta síðasta sýningin okkar? Og ég segi alltaf: „Nei, ég trúi því ekki.“ Ég trúi því ekki að ráðamenn láti þetta verða síðustu sýningu Listdansskóla Íslands með alla þessa 71 árs sögu og alla þá danslistamenn sem hafa farið í gegnum skólann. Ég neita að trúa því.“
Dans Menning Vinnumarkaður Íþróttir barna Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41