„Vel gert hjá Grindavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:02 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, hrósaði andstæðingum liðsins eftir leik. Vísir / Diego Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin. „Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
„Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07