Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:46 Hrannar Guðmundsson hættir sem þjálfari Stjörnunnar eftir tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. „Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira