Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2023 19:57 Play og Icelandair eru með metframboð af áfangastöðum í sumar og bókunarstaðan góð hjá báðum félögunum. Grafík/Sara Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin. Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin.
Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16