Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter Jakob Snævar Ólafsson skrifar 6. apríl 2023 23:30 Rúnar Ingi var stoltur af frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Snædís Bára Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn