Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 15:25 Mynd af ýmsum furðuverum úr Stjörnustríðsheimi sem var tekin í dag. Fremstur vélmennið geðþekka RD-D2 . Getty/Kate Green Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins. Á hverju ári er haldinn svokallaður Stjörnustríðsfögnuður (e. Star Wars Celebration) þar sem aðdáendur koma saman til að fagna heimi Star Wars. Undanfarin ár hefur Disney nýtt fögnuðinn til að tilkynna nýjar kvikmyndir og þætti sem eru á leiðinni. Fleiri myndir, fleiri þættir og æsispennandi stikla Á hátíðinni í ár var tilkynnt um þrjár nýjar kvikmyndir sem munu koma út á næstu árum. Leikstjórinn Dave Filoni mun leikstýra kvikmynd sem brúar bilið milli upprunalega þríleiksins og nýjasta þríleiksins. Þá mun James Mangold, leikstjóri Logan og næstu myndar um Indiana Jones, leikstýra kvikmynd um fyrsta Jedi-riddarann. Að lokum mun Sharmeen Obaid-Chinoy, leikstjóri Ms. Marvel, leikstýra mynd sem spólar fimmtán ár fram í tímann frá endalokum síðasta þríleiks þar sem Rey reynir að endurreisa Jedi-regluna. Einnig voru tilkynntar sjónvarpsseríur sem eru á leiðinni. Þar má nefna aðra seríu af þáttunum Andor, seríuna Skeleton Crew og Ahsoka sem fjallar um lærling Anakins Geimgengils. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr þeirri síðastnefndu sem sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=HnzNZ0Mdx4I">watch on YouTube</a> Star Wars Hollywood Tengdar fréttir Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. 17. janúar 2023 09:45 Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. 2. desember 2022 10:03 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Á hverju ári er haldinn svokallaður Stjörnustríðsfögnuður (e. Star Wars Celebration) þar sem aðdáendur koma saman til að fagna heimi Star Wars. Undanfarin ár hefur Disney nýtt fögnuðinn til að tilkynna nýjar kvikmyndir og þætti sem eru á leiðinni. Fleiri myndir, fleiri þættir og æsispennandi stikla Á hátíðinni í ár var tilkynnt um þrjár nýjar kvikmyndir sem munu koma út á næstu árum. Leikstjórinn Dave Filoni mun leikstýra kvikmynd sem brúar bilið milli upprunalega þríleiksins og nýjasta þríleiksins. Þá mun James Mangold, leikstjóri Logan og næstu myndar um Indiana Jones, leikstýra kvikmynd um fyrsta Jedi-riddarann. Að lokum mun Sharmeen Obaid-Chinoy, leikstjóri Ms. Marvel, leikstýra mynd sem spólar fimmtán ár fram í tímann frá endalokum síðasta þríleiks þar sem Rey reynir að endurreisa Jedi-regluna. Einnig voru tilkynntar sjónvarpsseríur sem eru á leiðinni. Þar má nefna aðra seríu af þáttunum Andor, seríuna Skeleton Crew og Ahsoka sem fjallar um lærling Anakins Geimgengils. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr þeirri síðastnefndu sem sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=HnzNZ0Mdx4I">watch on YouTube</a>
Star Wars Hollywood Tengdar fréttir Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. 17. janúar 2023 09:45 Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. 2. desember 2022 10:03 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. 17. janúar 2023 09:45
Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. 2. desember 2022 10:03