Norður-Írar á varðbergi yfir páskana Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 8. apríl 2023 18:00 Í gær voru liðin 25 ár frá því að föstudagssáttmálinn var undirritaður á Norður-Írlandi. Friðarsáttmálinn, sem kenndur er við föstudaginn langa (e. The Good Friday Agreement), var undirritaður árið 1998 og batt hann enda á þriggja áratuga löngu stríði milli írskra kaþólska þjóðernissinna og breska mótmælendur sem varð 3.600 manns að bana. Víðs vegar um Belfast mátti sjá listaverk sem máluð voru á hina svokölluðu “friðarmúra” sem skilja að hverfi kaþólikka og mótmælendur. Joe Biden Bandaríkjaforseti kom meðal annars í heimsókn til Norður-Írlands til að marka tímamótin. Sáttmálinn var einn mikilvægasti friðarsáttmáli í nútíma sögu vestrænna ríkja og gjörbreytti hann ekki bara öryggisástandinu á Norður-Írlandi, heldur menningunni og umhverfinu líka. Margir Íslendingar sem heimsækja Belfast hafa eflaust lært um byggingu Titanic skipsins í Belfast á sínum tíma með því að heimsækja safnið sem tileinkað er skipinu. Safnið sjálft hefði aldrei getað verið byggt, hvað þá starfrækt samhliða því stríðsástandi sem ríkti fyrir tíma sáttmálans. Þar að auki breyttist byggingarlistin í borginni og í dag má sjá glæsileg glerhýsi víða um Belfast sem höfðu verið óhugsanleg á tímum sprengjuárása. Föstudagssáttmálinn var einnig mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna á Írlandi. Þeir sem hafa heimsótt Dublin hafa án efa farið í Guinness verksmiðjuna og ekki endilega gert sér gert sér grein fyrir því að það var föstudagssáttmálinn gerði verksmiðjuna að raunveruleika. Margir heimsbúar á átakatímum gerðu einfaldlega ekki greinarmun á milli kaþólskra skæruliða á Norður-Írlandi og íbúa á Írlandi í 100 kílómetra fjarlægð. Forsaga Norður-Írlands Alveg frá því að kristintaka átti sér stað á Írlandi á fimmtu öld hafa Írar að mestu leyti verið kaþólskir. Á sautjándu öld var breska konungsveldið hins vegar búið að hertaka stóran hluta eyjunnar og í norðurhluta landsins voru Englandskonungar byrjaðir að flytja inn sína eigin þegna sem voru af mótmælendatrú með það markmið að „hollustuvæða” Írland. Árið 1921 varð Írland sjálfstætt ríki eftir að hafa barist gegn enskri stjórn í mörg hundruð ár. Það voru hins vegar ekki allir Írar sáttir með samninginn sem tryggði þjóðinni sjálfstæði þar sem Írar þurftu meðal annars að afsala sér sex héröð í norðurhluta landsins. Samningurinn var á endanum samþykktur og með honum fæddist Norður-Írland. Meirihluti íbúa á Norður-Írlandi voru mótmælendur og þar sem svæðið var undir breskri stjórn var stjórnsýslu landsins háttað þannig að aðeins mótmælendur fengu að sitja við stjórn. Flestir stjórnmálamenn og dómarar voru mótmælendur, þar á meðal 90 prósent af lögreglunni. Á sjöunda áratug seinustu aldar fengu kaþólikkar á Norður-Írlandi innblástur frá mannréttindahetjunni Martin Luther King og byrjuðu sjálfir að halda sínar eigin kröfugöngur og kröfðust sömu réttindi og nágrannar þeirra sem voru mótmælendur. Til að byrja með voru umræður á milli þessara tveggja trúarhópa mjög friðsamlegar en í lok sjöunda áratugarins fóru óeirðir að eiga sér stað sem urðu til þess að breski herinn var kallaður inn til að stilla til friðar. Norður-Írskir þjóðernissinnar litu hins vegar á þessa friðargæsluliða sem innrásarher og einkenndust næstu þrír áratugir á Norður-Írlandi af skotbardögum, bílsprengjum og hatri meðal nágranna. Árið 1998 var samkomulagi á milli þessara tveggja hópa loksins náð með föstudagssáttmálanum. Þrátt fyrir velgengni samningsins á sínum tíma þá var hann langt frá því að leysa öll vandamál Norður-Írlands og segja margir að landið sé nú aftur eins og púðurtunna sem er tilbúin að springa á ný. Sáttmálinn Marisa McGlinchey, norður-írski rithöfundur Unifinished Business: The Politics of “Dissident” Irish Republicanism, segir að markmið föstudagssáttmálans hafi fyrst og fremst verið að koma til móts við pólitísk markmið beggja hliða frekar en að útrýma þeim. Tilgangur samningsins hafi í raun verið að neyða stríðandi fylkingar á Norður-Írlandi til að notast við viðræður frekar en vopn. Írska ríkisstjórnin viðurkenndi þá formlega í fyrsta skipti að Norður-Írland væri hluti af Bretlandi og Bretar viðurkenndu að löngun margra íbúa í norðurhlutanum til að sameinast Írlandi væri ekki byggð á aðskilnaðarstefnu heldur var sú löngun lögmætt viðhorf. Skyldu Norður-Írar á einhverjum tímapunkti vilja sameinast Írlandi þyrftu bæði ríkisstjórnir að virða þá ósk. „Eftir Brexit er fylgi fyrir sameiningu orðið það mesta sem sést hefur síðan 1998 og í kjölfarið er komin umræða um það hvort 51 prósenta meirihluti nægir eða ekki, þrátt fyrir að sáttmálinn kveði á um einfaldan meirihluta. Þessi sáttmáli er ekki bara hluti af sögu landsins og þessar umræður munu halda áfram þar sem þær eiga enn við í dag,” segir Marisa. Endurkoma átaka Algengt áhyggjuefni á meðal fólks á Norður-Írlandi er að þar sem sáttmálinn var undirritaður fyrir 25 árum síðan þá er heil kynslóð af ungu fólki sem hefur alist upp á friðartíma, en erfðu engu að síður skoðanir foreldra sinna. Undanfarin ár hafa óeirðir blossað upp á ný og virðist sem svo að mörg ungmenni séu farin að fegra stríðstíma forvera sinna. Ef þessi hugsun heldur áfram og blandast saman við atvinnuleysi og pólitíska óreiðu segja margir íbúar þar að það sé gild ástæða til að hafa áhyggjur. Annað sem sáttasemjarar föstudagssáttmálans gátu ekki séð fyrir sér var Brexit. Sáttmálinn neyðir í raun báðar hliðar til að vinna með hvor annarri og mætti bera það saman við stjórnmálaumhverfi þar sem Donald Trump og Joe Biden þyrftu að mynda saman stjórn. Með það í huga kæmi það fáum á óvart að Norður-Írland er ekki búið að vera með starfandi ríkisstjórn í heilan áratug. Boris Johnson var einnig gagnrýndur fyrir að kynda “einkennis-eldana” sem hefur gert fátt annað en að styrkja afstöðu beggja hliða. Bresk yfirvöld hafa nýlega hækkað viðbúnaðarstig á Norður-Írlandi og óttast margir að hryðjuverkaárás gæti átt sér stæð yfir páskana. Árásir á lögreglumenn hafa aukist og óttinn sem greip íbúa á stríðstímabilinu gæti verið að ryðja sér aftur leið inn í samfélagið. „Skæruliðaárásir frá írska lýðveldishernum eru alltaf að eiga sér stað. Samtökin New IRA og Continuity IRA munu alltaf finna tækifæri til að ráðast á lögregla og herferð þeirra heldur áfram. Þeir vilja sýna að þeir séu enn við lýði og þeim er alveg sama um það hvort almenningur styðji þá eða ekki. Þeir vita að almenningur styður þá ekki en svo lengi sem Írland er sundrað þá telja þeir sig vera réttum megin við söguna,” segir Marisa. Höfundur er blaðamaður og kínverskutúlkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norður-Írland Írland Bretland Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær voru liðin 25 ár frá því að föstudagssáttmálinn var undirritaður á Norður-Írlandi. Friðarsáttmálinn, sem kenndur er við föstudaginn langa (e. The Good Friday Agreement), var undirritaður árið 1998 og batt hann enda á þriggja áratuga löngu stríði milli írskra kaþólska þjóðernissinna og breska mótmælendur sem varð 3.600 manns að bana. Víðs vegar um Belfast mátti sjá listaverk sem máluð voru á hina svokölluðu “friðarmúra” sem skilja að hverfi kaþólikka og mótmælendur. Joe Biden Bandaríkjaforseti kom meðal annars í heimsókn til Norður-Írlands til að marka tímamótin. Sáttmálinn var einn mikilvægasti friðarsáttmáli í nútíma sögu vestrænna ríkja og gjörbreytti hann ekki bara öryggisástandinu á Norður-Írlandi, heldur menningunni og umhverfinu líka. Margir Íslendingar sem heimsækja Belfast hafa eflaust lært um byggingu Titanic skipsins í Belfast á sínum tíma með því að heimsækja safnið sem tileinkað er skipinu. Safnið sjálft hefði aldrei getað verið byggt, hvað þá starfrækt samhliða því stríðsástandi sem ríkti fyrir tíma sáttmálans. Þar að auki breyttist byggingarlistin í borginni og í dag má sjá glæsileg glerhýsi víða um Belfast sem höfðu verið óhugsanleg á tímum sprengjuárása. Föstudagssáttmálinn var einnig mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna á Írlandi. Þeir sem hafa heimsótt Dublin hafa án efa farið í Guinness verksmiðjuna og ekki endilega gert sér gert sér grein fyrir því að það var föstudagssáttmálinn gerði verksmiðjuna að raunveruleika. Margir heimsbúar á átakatímum gerðu einfaldlega ekki greinarmun á milli kaþólskra skæruliða á Norður-Írlandi og íbúa á Írlandi í 100 kílómetra fjarlægð. Forsaga Norður-Írlands Alveg frá því að kristintaka átti sér stað á Írlandi á fimmtu öld hafa Írar að mestu leyti verið kaþólskir. Á sautjándu öld var breska konungsveldið hins vegar búið að hertaka stóran hluta eyjunnar og í norðurhluta landsins voru Englandskonungar byrjaðir að flytja inn sína eigin þegna sem voru af mótmælendatrú með það markmið að „hollustuvæða” Írland. Árið 1921 varð Írland sjálfstætt ríki eftir að hafa barist gegn enskri stjórn í mörg hundruð ár. Það voru hins vegar ekki allir Írar sáttir með samninginn sem tryggði þjóðinni sjálfstæði þar sem Írar þurftu meðal annars að afsala sér sex héröð í norðurhluta landsins. Samningurinn var á endanum samþykktur og með honum fæddist Norður-Írland. Meirihluti íbúa á Norður-Írlandi voru mótmælendur og þar sem svæðið var undir breskri stjórn var stjórnsýslu landsins háttað þannig að aðeins mótmælendur fengu að sitja við stjórn. Flestir stjórnmálamenn og dómarar voru mótmælendur, þar á meðal 90 prósent af lögreglunni. Á sjöunda áratug seinustu aldar fengu kaþólikkar á Norður-Írlandi innblástur frá mannréttindahetjunni Martin Luther King og byrjuðu sjálfir að halda sínar eigin kröfugöngur og kröfðust sömu réttindi og nágrannar þeirra sem voru mótmælendur. Til að byrja með voru umræður á milli þessara tveggja trúarhópa mjög friðsamlegar en í lok sjöunda áratugarins fóru óeirðir að eiga sér stað sem urðu til þess að breski herinn var kallaður inn til að stilla til friðar. Norður-Írskir þjóðernissinnar litu hins vegar á þessa friðargæsluliða sem innrásarher og einkenndust næstu þrír áratugir á Norður-Írlandi af skotbardögum, bílsprengjum og hatri meðal nágranna. Árið 1998 var samkomulagi á milli þessara tveggja hópa loksins náð með föstudagssáttmálanum. Þrátt fyrir velgengni samningsins á sínum tíma þá var hann langt frá því að leysa öll vandamál Norður-Írlands og segja margir að landið sé nú aftur eins og púðurtunna sem er tilbúin að springa á ný. Sáttmálinn Marisa McGlinchey, norður-írski rithöfundur Unifinished Business: The Politics of “Dissident” Irish Republicanism, segir að markmið föstudagssáttmálans hafi fyrst og fremst verið að koma til móts við pólitísk markmið beggja hliða frekar en að útrýma þeim. Tilgangur samningsins hafi í raun verið að neyða stríðandi fylkingar á Norður-Írlandi til að notast við viðræður frekar en vopn. Írska ríkisstjórnin viðurkenndi þá formlega í fyrsta skipti að Norður-Írland væri hluti af Bretlandi og Bretar viðurkenndu að löngun margra íbúa í norðurhlutanum til að sameinast Írlandi væri ekki byggð á aðskilnaðarstefnu heldur var sú löngun lögmætt viðhorf. Skyldu Norður-Írar á einhverjum tímapunkti vilja sameinast Írlandi þyrftu bæði ríkisstjórnir að virða þá ósk. „Eftir Brexit er fylgi fyrir sameiningu orðið það mesta sem sést hefur síðan 1998 og í kjölfarið er komin umræða um það hvort 51 prósenta meirihluti nægir eða ekki, þrátt fyrir að sáttmálinn kveði á um einfaldan meirihluta. Þessi sáttmáli er ekki bara hluti af sögu landsins og þessar umræður munu halda áfram þar sem þær eiga enn við í dag,” segir Marisa. Endurkoma átaka Algengt áhyggjuefni á meðal fólks á Norður-Írlandi er að þar sem sáttmálinn var undirritaður fyrir 25 árum síðan þá er heil kynslóð af ungu fólki sem hefur alist upp á friðartíma, en erfðu engu að síður skoðanir foreldra sinna. Undanfarin ár hafa óeirðir blossað upp á ný og virðist sem svo að mörg ungmenni séu farin að fegra stríðstíma forvera sinna. Ef þessi hugsun heldur áfram og blandast saman við atvinnuleysi og pólitíska óreiðu segja margir íbúar þar að það sé gild ástæða til að hafa áhyggjur. Annað sem sáttasemjarar föstudagssáttmálans gátu ekki séð fyrir sér var Brexit. Sáttmálinn neyðir í raun báðar hliðar til að vinna með hvor annarri og mætti bera það saman við stjórnmálaumhverfi þar sem Donald Trump og Joe Biden þyrftu að mynda saman stjórn. Með það í huga kæmi það fáum á óvart að Norður-Írland er ekki búið að vera með starfandi ríkisstjórn í heilan áratug. Boris Johnson var einnig gagnrýndur fyrir að kynda “einkennis-eldana” sem hefur gert fátt annað en að styrkja afstöðu beggja hliða. Bresk yfirvöld hafa nýlega hækkað viðbúnaðarstig á Norður-Írlandi og óttast margir að hryðjuverkaárás gæti átt sér stæð yfir páskana. Árásir á lögreglumenn hafa aukist og óttinn sem greip íbúa á stríðstímabilinu gæti verið að ryðja sér aftur leið inn í samfélagið. „Skæruliðaárásir frá írska lýðveldishernum eru alltaf að eiga sér stað. Samtökin New IRA og Continuity IRA munu alltaf finna tækifæri til að ráðast á lögregla og herferð þeirra heldur áfram. Þeir vilja sýna að þeir séu enn við lýði og þeim er alveg sama um það hvort almenningur styðji þá eða ekki. Þeir vita að almenningur styður þá ekki en svo lengi sem Írland er sundrað þá telja þeir sig vera réttum megin við söguna,” segir Marisa. Höfundur er blaðamaður og kínverskutúlkur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun