Guardiola segir Haaland minna sig á Ronaldo Hjörvar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 08:00 Erling Braut Haaland er kominn með 30 deildarmörk fyrir Manchester City. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður að því hvort að Erling Braut Haaland væri kominn á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eftir að Haaland skoraði sitt 29. og svo 30. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í sigri liðsins gegn Southampton í gær. Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira