Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 07:50 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var gert vart um lekann fyrir helgi. AP/Manuel Balca Ceneta Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. „Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar. Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
„Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar.
Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira