Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2023 15:08 Kolbrún Halldórsdóttir var í tíu ár þingmaður fyrir Vinstri græna og gegndi árið 2009 stöðu umhverfisráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kolbrún upplýsir um framboð sitt í tölvupósti til aðildarfélaga BHM í dag. Kolbrún gegnir í dag stöðu formanns Félags leikstjóra á Íslandi og segir að stjórn félagsins leiti nú að nýjum formanni. Kolbrún hefur ein tilkynnt framboð sitt til formanns. Frestur til framboðs rennur út þann 26. apríl. Að neðan má sjá póst Kolbrúnar í heild sinni. Kæru félagar! Á formannaráðsfundi 29.03. sl. kvaddi ég mér hljóðs og sagði ykkur frá hugleiðingum mínum varðandi framboð í embætti formanns BHM, -í ljósi þess að Friðrik hafði þá tilkynnt að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundinum 25. maí. Ég sagði ykkur að ég hefði íhugað vel hvatningar um framboð, sem til mín höfðu borist, og komist að þeirri niðurstöðu að kraftar mínir og reynsla af starfi varaformanns kynnu að nýtast bandalaginu vel í verkefnunum framundan. Ég væri því tilbúin að gefa kost á mér í embætti formanns BHM til næstu tveggja ára. Með þessum pósti vildi ég láta ykkur vita að ég hef kynnt stjórn Félags leikstjóra á Íslandi þessi áform mín og þar hefur nú verið sett í gang leit að nýjum formanni FLÍ. Þá hef ég einnig sett málið í þann farveg sem lög BHM gera ráð fyrir og tilkynnt um framboð mitt í embætti formanns til framboðsnefndar BHM og kjörstjórnar. Þetta vildi ég upplýsa ykkur um. Með kærri kveðju, Kolbrún Vistaskipti Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Friðrik sækist ekki eftir endurkjöri Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. 30. mars 2023 16:21 BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 30. mars 2023 16:32 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kolbrún upplýsir um framboð sitt í tölvupósti til aðildarfélaga BHM í dag. Kolbrún gegnir í dag stöðu formanns Félags leikstjóra á Íslandi og segir að stjórn félagsins leiti nú að nýjum formanni. Kolbrún hefur ein tilkynnt framboð sitt til formanns. Frestur til framboðs rennur út þann 26. apríl. Að neðan má sjá póst Kolbrúnar í heild sinni. Kæru félagar! Á formannaráðsfundi 29.03. sl. kvaddi ég mér hljóðs og sagði ykkur frá hugleiðingum mínum varðandi framboð í embætti formanns BHM, -í ljósi þess að Friðrik hafði þá tilkynnt að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundinum 25. maí. Ég sagði ykkur að ég hefði íhugað vel hvatningar um framboð, sem til mín höfðu borist, og komist að þeirri niðurstöðu að kraftar mínir og reynsla af starfi varaformanns kynnu að nýtast bandalaginu vel í verkefnunum framundan. Ég væri því tilbúin að gefa kost á mér í embætti formanns BHM til næstu tveggja ára. Með þessum pósti vildi ég láta ykkur vita að ég hef kynnt stjórn Félags leikstjóra á Íslandi þessi áform mín og þar hefur nú verið sett í gang leit að nýjum formanni FLÍ. Þá hef ég einnig sett málið í þann farveg sem lög BHM gera ráð fyrir og tilkynnt um framboð mitt í embætti formanns til framboðsnefndar BHM og kjörstjórnar. Þetta vildi ég upplýsa ykkur um. Með kærri kveðju, Kolbrún
Kæru félagar! Á formannaráðsfundi 29.03. sl. kvaddi ég mér hljóðs og sagði ykkur frá hugleiðingum mínum varðandi framboð í embætti formanns BHM, -í ljósi þess að Friðrik hafði þá tilkynnt að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundinum 25. maí. Ég sagði ykkur að ég hefði íhugað vel hvatningar um framboð, sem til mín höfðu borist, og komist að þeirri niðurstöðu að kraftar mínir og reynsla af starfi varaformanns kynnu að nýtast bandalaginu vel í verkefnunum framundan. Ég væri því tilbúin að gefa kost á mér í embætti formanns BHM til næstu tveggja ára. Með þessum pósti vildi ég láta ykkur vita að ég hef kynnt stjórn Félags leikstjóra á Íslandi þessi áform mín og þar hefur nú verið sett í gang leit að nýjum formanni FLÍ. Þá hef ég einnig sett málið í þann farveg sem lög BHM gera ráð fyrir og tilkynnt um framboð mitt í embætti formanns til framboðsnefndar BHM og kjörstjórnar. Þetta vildi ég upplýsa ykkur um. Með kærri kveðju, Kolbrún
Vistaskipti Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Friðrik sækist ekki eftir endurkjöri Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. 30. mars 2023 16:21 BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 30. mars 2023 16:32 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Friðrik sækist ekki eftir endurkjöri Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. 30. mars 2023 16:21
BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 30. mars 2023 16:32