„Ég er augljóslega mjög fúll“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 21:20 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega súr og svekktur eftir að liðinu var sópað úr leik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Vísir/Hulda Margrét Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum. „Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik