„Ég er augljóslega mjög fúll“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 21:20 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega súr og svekktur eftir að liðinu var sópað úr leik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Vísir/Hulda Margrét Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum. „Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
„Ég er augljóslega mjög fúll. Það er súrt að allt sé búið og líka hvernig við dettum út, það er líka hundfúlt. Þetta er bara fúlt.“ Jóhann var afar óánægður með fyrri hálfleikinn hjá Grindavík í þessum þriðja leik en liðið var tuttugu stigum undir í hálfleik. „Við erum aftur ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar og þar liggur hundurinn grafinn. Það er bara einfalt. Við erum með lykilmenn í einhverju móki. Við eigum erfitt með að einbeita okkur að uppleggi. Við vorum að leggja leikinn upp á ákveðinn hátt. Það voru atvinnumenn í liðinu sem voru á 50 prósent hraða. Það eru þessir strákar sem eiga hrós skilið sem eru að halda okkur inn í þessu og koma okkur inn í þetta aftur.“ Jóhann var því næst spurður hvort það hefði verið helsta vandamálið í leik Grindvíkinga að illa hafi gengið að framfylgja því sem var lagt upp með fyrir fram. „Við vorum bara ekki klárir. Ég get ekki svarað fyrir það núna eftir leik. Næsta spurning.“ Grindavíkurliðið fer núna í sumarfrí og næsta verkefni þess er einfaldlega komandi leiktíð sem hefst að hausti. Grindavík komst síðast í gegnum átta liða úrslit deildarinnar 2017. Jóhann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir síðasta leik liðsins á þessari leiktíð hvaða breytingar þyrfti hugsanlega að gera hjá félaginu til að auka líkurnar á að komast lengra. „Ég veit það ekki. Þessi deild er eitthvað það fáránlegasta sem til er. Það eru níu til tíu lið sem ætla sér að vinna mótið að hausti. Við höfum ekki verið í þeirri stöðu. Það er ógeðslega gaman að taka þátt í þessu og fúlt að komast ekki lengra en við erum með lið eins og KR sem er fallið. Þannig að ég myndi segja að við værum í ágætis málum.“ Jóhann var aðalþjálfari Grindavíkur frá 2015-2019 og tók aftur við stöðunni fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins veturinn 2021-2022. Það er óljóst á þessari stundu hvort hann verður áfram aðalþjálfari. „Ég veit það ekki. Þetta var einhver skítaredding í sumar og ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla er liðið vann níu stiga sigur gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-93. Njarðvíkingar hafa því unnið alla þrjá leiki liðanna í átta liða úrslitum og eru á leið í undanúrslit, en Grindvíkingar á leið í sumarfrí. 11. apríl 2023 20:00
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn