Birkir Már var á sínum stað í hægri bakverði Vals þegar liðið vann 2-1 sigur á ÍBV í 1. umferðinni á dögunum. Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, birti skemmtilega staðreynd á Twitter-síðu sinni.
„Elsti leikmaður Vals var hraðasti leikmaður Vals í fyrstu umferð Bestu deildarinnar,“ stóð þar eins og sjá má hér að neðan. Þá kom fram að Birkir Már náði 34,38 kilómetra hraða.
Elsti leikmaður Vals var hraðasti leikmaður Vals í fyrstu umf. Bestu deildarinnar#Vindurinn #Bestadeildin #Catapultsports pic.twitter.com/yUv2cNkhjx
— Gummi Ben (@GummiBen) April 12, 2023
Birkir Már, sem verður 39 ára síðar á þessu ári og því fertugur á næsta ári, ræddi hraðann sem hann býr yfir í viðtalsseríu hér á Vísi fyrir ekki svo löngu. Þar kom fram að þessi eiginleiki lét ekki á sér kræla fyrr en í 2. flokki.
„Það var ekki fyrr en ég var kominn á lokaárið í 2. flokk - þegar ég var kominn með þennan hraða - sem ég hafði eiginleika sem ég gat skarað fram úr í.“
Vindurinn verður að öllu óbreyttu í byrjunarliði Vals þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann nái 35 kílómetra hraða þar.
2. umferð Bestu deildarinnar
- Laugardagur 15. apríl
- 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin)
- 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin)
- 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5)
-
- Sunnudagur 16. apríl
- 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin)
- 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin)
- 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)