Juventus marði Sporting | Jafnt í Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 21:20 Leikmenn Juventus fagna. Jonathan Moscrop/Getty Images Öllum leikjum kvöldsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Juventus vann 1-0 sigur á Sporting frá Portúgal á meðan Bayer Leverkusen og Royale Union SG gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Federico Gatti skoraði sigurmark Juventus á 73. mínútu í leik þar sem gestirnir voru í raun betri aðilinn. Vörn heimamanna hélt vel þrátt fyrir að Wojciech Szczęsny, markvörður liðsins, hafi þurft að fara af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa fundið fyrir óreglulegum hjartslætti. Það erþó í lagi með markvörðinn. Hjartað var skoðað eftir að hann kom af velli og sagði Szczęsny sjálfur í viðtali eftir leik að allt væri í lagi. Szcz sny had heart palpitations during the match but Juventus confirm after a first check, 'everything is okay' pic.twitter.com/gMktAecTWg— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 Í Þýskalandi gerðu Victor Boniface gestunum yfir en Florian Wirtz jafnaði metin, lokatölur 1-1. Önnur úrslit voru þau að Feyenoord vann 1-0 sigur á Roma og Manchester United henti frá sér unnum leik gegn Sevilla, lokatölur á Old Trafford 2-2. Úrslitin í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu voru eftirfarandi: Gent 1-1 West Ham United Anderlecht 2-0 AZ Alkmaar Basel 2-2 Nice Lech Poznan 1-4 Fiorentina Síðari leikirnir í 8-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar fara fram eftir slétta viku. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Öllum leikjum kvöldsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Juventus vann 1-0 sigur á Sporting frá Portúgal á meðan Bayer Leverkusen og Royale Union SG gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Federico Gatti skoraði sigurmark Juventus á 73. mínútu í leik þar sem gestirnir voru í raun betri aðilinn. Vörn heimamanna hélt vel þrátt fyrir að Wojciech Szczęsny, markvörður liðsins, hafi þurft að fara af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa fundið fyrir óreglulegum hjartslætti. Það erþó í lagi með markvörðinn. Hjartað var skoðað eftir að hann kom af velli og sagði Szczęsny sjálfur í viðtali eftir leik að allt væri í lagi. Szcz sny had heart palpitations during the match but Juventus confirm after a first check, 'everything is okay' pic.twitter.com/gMktAecTWg— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 Í Þýskalandi gerðu Victor Boniface gestunum yfir en Florian Wirtz jafnaði metin, lokatölur 1-1. Önnur úrslit voru þau að Feyenoord vann 1-0 sigur á Roma og Manchester United henti frá sér unnum leik gegn Sevilla, lokatölur á Old Trafford 2-2. Úrslitin í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu voru eftirfarandi: Gent 1-1 West Ham United Anderlecht 2-0 AZ Alkmaar Basel 2-2 Nice Lech Poznan 1-4 Fiorentina Síðari leikirnir í 8-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar fara fram eftir slétta viku.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti