Ten Hag eftir hörmulegan endi: „Ekki skemmtilegt kvöld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2023 07:01 Erik Ten Hag þakkar áhorfendum eftir vægast sagt súran endi. Matthew Ashton/Getty Images Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög ósáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að hans menn höfðu glutrað niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira