Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 14:10 Vandamálin tengjast dönskum færsluhirði og færslur hafa margfaldast. EPA Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum. Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum.
Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25