Þau sem þora Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar 14. apríl 2023 15:00 Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar