Þau sem þora Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar 14. apríl 2023 15:00 Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun