Hitti Hareide á heimavelli Jón Már Ferro skrifar 14. apríl 2023 16:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. vísir/Einar Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. „Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“ KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
„Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“
KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48
Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16