Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 19:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður mætti í Reykjavík síðdegis í dag til þess að ræða vendingar í máli Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan: Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan:
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Sjá meira