Elvar hetjan í ótrúlegri endurkomu Ribe-Esbjerg gegn Álaborg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:53 Elvar jafnaði metin á lokasekúndu leiksins. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson og samherjar hans í Álaborg naga sig eflaust í handarbökin eftir ótrúlegt hrun liðsins gegn Ribe-Esbjerg þegar liðin mættust í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu. Danski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu.
Danski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira