Stórefla öryggi í sundlaugum eftir andlát ungs manns Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 21:07 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt Sigrúnu Drífu Annieardóttur og Guðna Heiðari Guðnasyni, foreldrum Guðna Péturs heitins. Reyk Borgarráð hefur samþykkt þrettán tillögur um bætingu öryggis í sundlaugum Reykjavíkur, umfram það sem lög og reglur kveða á um. Tillögurnar voru samþykktar í nafni Guðna Péturs Guðnasonar, sem lést í Sundhöll Reykjavíkur í janúar árið 2021. Guðni Pétur var aðeins 31 árs gamall þegar hann lést í Sundhöllinni þegar hann var í sundi með skjólstæðingi sínum en hann starfaði sem stuðningsfulltrúi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Töuverða athygli vakti að hann lá hreyfingarlaus á botni laugarinnar áður en endurlífgunartilraunir hófust. Faðir hans, Guðni Heiðar Guðnason, sagði í viðtali við fréttastofu á sínum tíma að Guðni Pétur hafi verið afar hraustur og að slysið hafi skilið eftir sig ótal spurningar. Hann sagðist þá ekki vilja finna sökudólga í málinum, aðeins svör. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að eftir fund Guðna Heiðars og Sigrúnar Drífu Annieardóttur, móður Guðna Péturs, með borgarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs og í kjölfar víðtæks undirbúnings og samráðs, hafi verið lagðar fram tillögur til að bæta öryggi enn frekar í sundlaugum Reykjavíkurborgar í nafni Guðna Péturs. Menningar- og íþróttasviði verði falið að gera aðgerðar- og kostnaðaráætlun í samráði við hlutaðeigandi aðila og öryggisstjóra borgarinnar falið eftirlit með innleiðingunni, sem áætlað sé að verði lokið vorið 2026. Nafn Guðna Péturs verði tengt árlegri vitundarvakningu Í tilkynningu segir að tillögurnar feli meðal annars í sér að farið verði í umfangsmeiri aðgerðir en opinberir aðilar, svo sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Vinnueftirlitið, kveða á um í dag. Þannig verði til dæmis endurskoðaðar og uppfærðar verklagsreglur og ákvörðunarréttur forstöðumanna til að draga úr þjónustu eða takmarka fjölda gesta rýmkaður. Þá verði nafn Guðna Péturs tengt árlegri vitundarvakningu um öryggismál í sundlaugum borgarinnar, sem verði 21. janúar ár hvert. Dýrmætt að nafn sonarins verði tengt björgun mannslífa Haft er eftir foreldrum Guðna Péturs að það að missa barn sé eitthvað sem enginn foreldri ætti að þurfa að upplifa. „Við fáum aldrei drenginn okkar aftur, eða munum njóta kærleika hans, hlýju og þess fallega sem frá honum streymdi. Þótt ekkert komi þess í stað er okkur dýrmætt að vita að nafn hans verði tengt björgun mannslífa sem og fyrirbyggjandi aðgerðum sem ætlað er að koma í veg fyrir að þær aðstæður komi upp. Er það því von okkar foreldra Guðna Péturs að þær tillögur sem nú hafa verið samþykktar af borgarráði, muni vekja fólk til vitundar um þær hættur sem geta leynst í sundlaugum og draga úr líkum á að fleiri þurfi að upplifa það sem við höfum þurft að gera og mun fylgja okkur ævilangt,“ er haft eftir þeim Guðna Heiðari og Sigrúnu Drífu. Guðni Pétur var aðeins 31 árs og við hestaheilsu þegar hann lést í Sundhöll Reykjavíkur árið 2021.Aðsend Um leið og þau þakki góðar undirtektir, skilning borgarstjóra á hugmyndum þeirra og þá vinnu sem lögð hefur verið í útfærslu þeirra og samþykkt borgarráðs, vilji þau þó minna á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Nauðsynlegt er að fylgja fast eftir framkvæmd þessara tillagna sem nú hafa verið samþykktar og tryggja að þær verði að veruleika,“ er haft eftir þeim. Ganga skrefi lengra Þá er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að öryggi á sundstöðum hafi ávallt verið forgangsatriði í rekstri þeirra en nú gangi borgaryfirvöld skrefi lengra og leggi enn meiri áherslu en áður á öryggisaðgerðir, jafnt fyrirbyggjandi sem aðrar. „Mig langar að þakka foreldrum Guðna Péturs, þeim Guðna Heiðari og Sigrúnu Drífu, fyrir þeirra frumkvæði í málinu og gott samstarf í átt að því sameiginlega markmiði okkar að tryggja öryggi í sundlaugunum enn frekar. Einnig vil ég þakka öllu því starfsfólki og sérfræðingum sem hafa komið að undirbúningi málsins,“ er haft eftir borgarstjóra. Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. 9. mars 2021 14:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Guðni Pétur var aðeins 31 árs gamall þegar hann lést í Sundhöllinni þegar hann var í sundi með skjólstæðingi sínum en hann starfaði sem stuðningsfulltrúi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Töuverða athygli vakti að hann lá hreyfingarlaus á botni laugarinnar áður en endurlífgunartilraunir hófust. Faðir hans, Guðni Heiðar Guðnason, sagði í viðtali við fréttastofu á sínum tíma að Guðni Pétur hafi verið afar hraustur og að slysið hafi skilið eftir sig ótal spurningar. Hann sagðist þá ekki vilja finna sökudólga í málinum, aðeins svör. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að eftir fund Guðna Heiðars og Sigrúnar Drífu Annieardóttur, móður Guðna Péturs, með borgarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs og í kjölfar víðtæks undirbúnings og samráðs, hafi verið lagðar fram tillögur til að bæta öryggi enn frekar í sundlaugum Reykjavíkurborgar í nafni Guðna Péturs. Menningar- og íþróttasviði verði falið að gera aðgerðar- og kostnaðaráætlun í samráði við hlutaðeigandi aðila og öryggisstjóra borgarinnar falið eftirlit með innleiðingunni, sem áætlað sé að verði lokið vorið 2026. Nafn Guðna Péturs verði tengt árlegri vitundarvakningu Í tilkynningu segir að tillögurnar feli meðal annars í sér að farið verði í umfangsmeiri aðgerðir en opinberir aðilar, svo sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Vinnueftirlitið, kveða á um í dag. Þannig verði til dæmis endurskoðaðar og uppfærðar verklagsreglur og ákvörðunarréttur forstöðumanna til að draga úr þjónustu eða takmarka fjölda gesta rýmkaður. Þá verði nafn Guðna Péturs tengt árlegri vitundarvakningu um öryggismál í sundlaugum borgarinnar, sem verði 21. janúar ár hvert. Dýrmætt að nafn sonarins verði tengt björgun mannslífa Haft er eftir foreldrum Guðna Péturs að það að missa barn sé eitthvað sem enginn foreldri ætti að þurfa að upplifa. „Við fáum aldrei drenginn okkar aftur, eða munum njóta kærleika hans, hlýju og þess fallega sem frá honum streymdi. Þótt ekkert komi þess í stað er okkur dýrmætt að vita að nafn hans verði tengt björgun mannslífa sem og fyrirbyggjandi aðgerðum sem ætlað er að koma í veg fyrir að þær aðstæður komi upp. Er það því von okkar foreldra Guðna Péturs að þær tillögur sem nú hafa verið samþykktar af borgarráði, muni vekja fólk til vitundar um þær hættur sem geta leynst í sundlaugum og draga úr líkum á að fleiri þurfi að upplifa það sem við höfum þurft að gera og mun fylgja okkur ævilangt,“ er haft eftir þeim Guðna Heiðari og Sigrúnu Drífu. Guðni Pétur var aðeins 31 árs og við hestaheilsu þegar hann lést í Sundhöll Reykjavíkur árið 2021.Aðsend Um leið og þau þakki góðar undirtektir, skilning borgarstjóra á hugmyndum þeirra og þá vinnu sem lögð hefur verið í útfærslu þeirra og samþykkt borgarráðs, vilji þau þó minna á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Nauðsynlegt er að fylgja fast eftir framkvæmd þessara tillagna sem nú hafa verið samþykktar og tryggja að þær verði að veruleika,“ er haft eftir þeim. Ganga skrefi lengra Þá er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að öryggi á sundstöðum hafi ávallt verið forgangsatriði í rekstri þeirra en nú gangi borgaryfirvöld skrefi lengra og leggi enn meiri áherslu en áður á öryggisaðgerðir, jafnt fyrirbyggjandi sem aðrar. „Mig langar að þakka foreldrum Guðna Péturs, þeim Guðna Heiðari og Sigrúnu Drífu, fyrir þeirra frumkvæði í málinu og gott samstarf í átt að því sameiginlega markmiði okkar að tryggja öryggi í sundlaugunum enn frekar. Einnig vil ég þakka öllu því starfsfólki og sérfræðingum sem hafa komið að undirbúningi málsins,“ er haft eftir borgarstjóra.
Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. 9. mars 2021 14:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. 9. mars 2021 14:39