Brjálaðir vegna dýrustu ársmiðanna í ensku úrvalsdeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 08:00 Stuðningsmenn Fulham eru brjálaðir yfir hækkun miðaverðs fyrir næsta tímabil. Vísir/Getty Stuðningsmenn Fulham í ensku úrvalsdeildinni eru brjálaðir vegna hækkunar á miðaverði fyrir næsta tímabil. Miðar í nýrri stúku verða í hæsta verðflokki. Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira