„Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. apríl 2023 18:15 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals. Vísir/Dúi „Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma. „Klárlega var þetta svolítið dropinn sem fyllti mælinn. Að boða okkur í tökur á þeim degi sem við erum að spila Meistarar meistaranna. Það er í raun fyrsti leikur í móti, eins og við horfum á það. Það var klárlega dropinn sem fyllti mælinn en það voru atvik vikum áður sem voru líka eitthvað sem við vorum ekki hressar með en þarna fannst okkur við þurfa að standa í lappirnar og koma okkar á framfæri.“ Átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir „Fyrst og fremst þessi auglýsing. Að hún hafi komist í gegn án þess að nokkur hafi sett spurningamerki við. Frábær auglýsing, ætla ekki að setja út á það en að kvenmenn hafi ekki verið framar þar í flokki voru vonbrigði. Þetta átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir. Þegar ég horfði á auglýsinguna í fyrsta skipti hélt ég að þetta væri bara fyrir Bestu deild karla og var þá að bíða eftir kvenna auglýsingunni. Svo var víst ekki,“ sagði Elísa aðspurð hvað það var í aðdragandanum sem þær voru ekki sáttar með. „Svo auðvitað þessi Fantasy-deild. Við erum alltaf að reyna ryðja veginn fyrir komandi kynslóðir. Þetta er ofboðslega mikilvægt skref í þessari kvenréttindabaráttu og til að lyfta kvennaboltanum á næsta stig. Fyrir mér snýst þetta ekki um peninga, snýst um að lyfta fyrirmyndum upp og gera þær sýnilegar. Þannig erum við að búa til betri knattspyrnukonur fyrir framtíðina.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir um ÍTF: Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg Þetta skiptir sköpum „Mér finnst þetta alvarlegt upp á það að gera að við erum ekki að lyfta kvenfyrirmyndum nægilega mikið upp. Við erum ekki eins sýnilegar fyrir litlu stelpunum okkar. Þetta skiptir sköpum þegar við erum að reyna fara í þróun með það að koma kvennaboltanum lengra eða á hærri stall. Þetta er allt klárlega partur af því. Mín skoðun er sú að mér finnst þetta ekki boðlegt, erum klárlega að taka skref aftur á bak.“ „Erum búin að vera taka framfaraskref frá því ég byrjaði í meistaraflokki, þau hafa verið svakalega stór og hröð. Mér finnst þetta skref aftur á bak og vonandi verður þessi umræða til þess að þetta mun ekki koma fyrir aftur. Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg svo við viljum sjá ÍTF gera betur.“ „Fyrst og fremst vonbrigði kannski. Finnst ekki smekklegt hjá Þóri að koma svona fram. Hann á að vita betur og ég held að hann viti alveg betur,“ sagði Elísa aðspurð út í ummæli Þóris Hákonarsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, og starfsmanns ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa um kynjaskiptingu starfsmanna ÍTF og hvort það hefði áhrif.“ Að endingu var Elísa spurð hvernig hún væri stemmd fyrir komandi tímabili. Svarið við því sem og viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. 16. apríl 2023 17:08 Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00 „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
„Klárlega var þetta svolítið dropinn sem fyllti mælinn. Að boða okkur í tökur á þeim degi sem við erum að spila Meistarar meistaranna. Það er í raun fyrsti leikur í móti, eins og við horfum á það. Það var klárlega dropinn sem fyllti mælinn en það voru atvik vikum áður sem voru líka eitthvað sem við vorum ekki hressar með en þarna fannst okkur við þurfa að standa í lappirnar og koma okkar á framfæri.“ Átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir „Fyrst og fremst þessi auglýsing. Að hún hafi komist í gegn án þess að nokkur hafi sett spurningamerki við. Frábær auglýsing, ætla ekki að setja út á það en að kvenmenn hafi ekki verið framar þar í flokki voru vonbrigði. Þetta átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir. Þegar ég horfði á auglýsinguna í fyrsta skipti hélt ég að þetta væri bara fyrir Bestu deild karla og var þá að bíða eftir kvenna auglýsingunni. Svo var víst ekki,“ sagði Elísa aðspurð hvað það var í aðdragandanum sem þær voru ekki sáttar með. „Svo auðvitað þessi Fantasy-deild. Við erum alltaf að reyna ryðja veginn fyrir komandi kynslóðir. Þetta er ofboðslega mikilvægt skref í þessari kvenréttindabaráttu og til að lyfta kvennaboltanum á næsta stig. Fyrir mér snýst þetta ekki um peninga, snýst um að lyfta fyrirmyndum upp og gera þær sýnilegar. Þannig erum við að búa til betri knattspyrnukonur fyrir framtíðina.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir um ÍTF: Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg Þetta skiptir sköpum „Mér finnst þetta alvarlegt upp á það að gera að við erum ekki að lyfta kvenfyrirmyndum nægilega mikið upp. Við erum ekki eins sýnilegar fyrir litlu stelpunum okkar. Þetta skiptir sköpum þegar við erum að reyna fara í þróun með það að koma kvennaboltanum lengra eða á hærri stall. Þetta er allt klárlega partur af því. Mín skoðun er sú að mér finnst þetta ekki boðlegt, erum klárlega að taka skref aftur á bak.“ „Erum búin að vera taka framfaraskref frá því ég byrjaði í meistaraflokki, þau hafa verið svakalega stór og hröð. Mér finnst þetta skref aftur á bak og vonandi verður þessi umræða til þess að þetta mun ekki koma fyrir aftur. Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg svo við viljum sjá ÍTF gera betur.“ „Fyrst og fremst vonbrigði kannski. Finnst ekki smekklegt hjá Þóri að koma svona fram. Hann á að vita betur og ég held að hann viti alveg betur,“ sagði Elísa aðspurð út í ummæli Þóris Hákonarsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, og starfsmanns ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa um kynjaskiptingu starfsmanna ÍTF og hvort það hefði áhrif.“ Að endingu var Elísa spurð hvernig hún væri stemmd fyrir komandi tímabili. Svarið við því sem og viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. 16. apríl 2023 17:08 Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00 „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. 16. apríl 2023 17:08
Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00
„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01