Arnar Grétarsson: Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 16. apríl 2023 22:18 Arnar Grétarsson tók við Val í vetur. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ósáttur með niðurstöðu leiksins og fannst hans lið eiga meira skilið en 0-2 tap gegn Breiðablik á heimavelli. „Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54