Frelsið og sparnaðurinn í því að þurfa ekki bíl Ólafur Margeirsson skrifar 17. apríl 2023 08:31 Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Strætó Samgöngur Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun