Mörkin úr Bestu: Blikar á beinu brautina, markamaskínan Ekroth og öll hin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:31 Úr leik Vals og Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Öll mörkin úr 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu má sjá hér að neðan. Umferðin var spiluð um helgina, þrír leikir á laugardag og svo þrír í gær, sunnudag. Stórleikur helgarinnar var leikur Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda. Fór það svo að Íslandsmeistararnir unnu góðan 2-0 útisigur þökk sé mörkum frá Gísla Eyjólfssyni og Stefáni Inga Sigurðarsyni. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-2 Breiðablik Í Kórnum var Fram í heimsókn. Guðmundur Magnússon er enn sjóðandi heitur og skoraði glæsilegt skallamark. Örvar Eggertsson svaraði fyrir heimamenn þegar hann kláraði færi sitt einkar vel. Hvort hann var rangstæður fáum við aldrei að vita. Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Bikarmeistarar Víkings unnu mjög svo þægilegan 2-0 sigur á Fylki í óveðrinu í Víkinni. Birnir Snær Ingason skoraði fyrra markið og miðvörðurinn Oliver Ekroth bætti við öðru marki Víkinga. Ekroth búinn að skora í báðum leikjum liðsins á tímabilinu. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 2-0 Fylkir Á laugardag tók KA á móti ÍBV á Akureyri. Unnu heimamenn einstaklega sannfærandi 3-0 sigur. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson með mörkin. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍBV Í Keflavík var KR í heimsókn. Unnu KR-ingar góðan 2-0 útisigur þar sem markverðir beggja liða áttu frábæran leik. Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson kom KR á bragðið með marki sem má deila um hvort hafi verið fyrirgjöf eður ei. Hinn ungi Benoný Breki Andrésson kom inn af bekknum og tryggði 2-0 sigur KR. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann FH 1-0 sigur á Stjörnunni á Miðvellinum í Hafnafirði. Sindri Kristinn Ólafsson varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og Vuk Oskar Dimitrijevic tryggði FH svo sigurinn með glæsilegu marki. Klippa: Besta deild karla: FH 1-0 Stjarnan Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 20:00 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 3-0 | Öruggur sigur KA aldrei í hættu KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. 15. apríl 2023 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 1-1 | Tókst ekki að byggja á sigrinum á Kópavogsvelli HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. 16. apríl 2023 21:10 Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Umferðin var spiluð um helgina, þrír leikir á laugardag og svo þrír í gær, sunnudag. Stórleikur helgarinnar var leikur Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda. Fór það svo að Íslandsmeistararnir unnu góðan 2-0 útisigur þökk sé mörkum frá Gísla Eyjólfssyni og Stefáni Inga Sigurðarsyni. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-2 Breiðablik Í Kórnum var Fram í heimsókn. Guðmundur Magnússon er enn sjóðandi heitur og skoraði glæsilegt skallamark. Örvar Eggertsson svaraði fyrir heimamenn þegar hann kláraði færi sitt einkar vel. Hvort hann var rangstæður fáum við aldrei að vita. Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Bikarmeistarar Víkings unnu mjög svo þægilegan 2-0 sigur á Fylki í óveðrinu í Víkinni. Birnir Snær Ingason skoraði fyrra markið og miðvörðurinn Oliver Ekroth bætti við öðru marki Víkinga. Ekroth búinn að skora í báðum leikjum liðsins á tímabilinu. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 2-0 Fylkir Á laugardag tók KA á móti ÍBV á Akureyri. Unnu heimamenn einstaklega sannfærandi 3-0 sigur. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson með mörkin. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍBV Í Keflavík var KR í heimsókn. Unnu KR-ingar góðan 2-0 útisigur þar sem markverðir beggja liða áttu frábæran leik. Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson kom KR á bragðið með marki sem má deila um hvort hafi verið fyrirgjöf eður ei. Hinn ungi Benoný Breki Andrésson kom inn af bekknum og tryggði 2-0 sigur KR. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann FH 1-0 sigur á Stjörnunni á Miðvellinum í Hafnafirði. Sindri Kristinn Ólafsson varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og Vuk Oskar Dimitrijevic tryggði FH svo sigurinn með glæsilegu marki. Klippa: Besta deild karla: FH 1-0 Stjarnan Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 20:00 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 3-0 | Öruggur sigur KA aldrei í hættu KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. 15. apríl 2023 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 1-1 | Tókst ekki að byggja á sigrinum á Kópavogsvelli HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. 16. apríl 2023 21:10 Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 20:00
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 3-0 | Öruggur sigur KA aldrei í hættu KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. 15. apríl 2023 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 1-1 | Tókst ekki að byggja á sigrinum á Kópavogsvelli HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. 16. apríl 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58