„Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 11:01 Ólafur Íshólm fór mikinn í marki Fram í sumar. Vísir/HAG Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, var besti leikmaðurinn í Kórnum í gærkvöldi þegar Fram sótti HK heim í Bestu deildinni. Leikurinn endaði 1-1 en án Ólafs í markinu hefðu heimamenn skorað að minnsta kosti eitt mark í fyrri hálfleik. „Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira